Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 10:43 Leiðtogarnir funda fyrir luktum dyrum í dag en gert er ráð fyrir blaðamannafundi seinnipartinn. Getty/WPA Yfir 45 Evrópuleiðtogar funda nú í Kaupmannahöfn, þar sem málefni Úkraínu og ögranir Rússa í garð nágrannaríkja sinna verða aðalumræðuefnið. „Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“ Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
„Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um frið í Úkraínu; með fundum, undirbúningsfundum og upplýsingafundum um fundina. Á sama tíma hefur Rússland haldið áfram hrottalegum árásum sínum, “ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur við opnun fundarins. „Öllum hlýtur að vera orðið ljós að Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir.“ Frederiksen sagði stórt verkefni framundan fyrir Evrópu; að styrkja varnir álfunnar þannig að stríð gegn Evrópuríkjunum væri óhugsandi. Það þyrfti að gerast ekki seinna en núna. Fundir munu standa yfir í dag en gert er ráð fyrir að efnt verði til blaðamannafundar seinnipartinn. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti benti á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti virtist enn nógu djarfur til að stigmagna yfirstandandi átök með „drónaatvikum“ í ríkjum Evrópu. Hann freistaði þess að skapa og ala á sundrung, sem kallaði á skjót viðbrögð. Selenskí hvatti leiðtoga Evrópu til að svara ákalli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hætta alfarið að kaupa olíu af Rússum og fjármagna þannig stríðsrekstur þeirra. Evrópa standi frammi fyrir átökum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands tók undir með Selenskí og sagði augljóst að hugur Pútín næði út fyrir Úkraínu. Rússar virtust óseðjandi og ágengni þeirra væri áminning um að átökin snérust ekki aðeins um fullveldi Úkraínu. Starmer var sagður munu yfirgefa fundinn fyrr en áætlað var, vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar við bænahús gyðinga í Manchester í morgun. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði stöðu mála betri nú en í upphafi árs. Mikið hefði áunnist og þá ekki síst hugarfarsbreyting vestanhafs. Macron sagði nú augljóst að hugur fylgdi ekki máli þegar Pútín talaði um að koma á friði og að næsta skrefið væri að huga að loftvörnum Úkraínu og langdrægum vopnum. Forsetinn ítrekaði stuðning Frakka við þau ríki sem sættu nú áreitni af hálfu Rússa og að Evrópuríkin myndu ekki hika við að skjóta niður dróna sem væri flogið inn í landhelgi ríkjanna. „Þetta er okkar stríð og ef Úkraína tapar, þá hefur okkur öllum mistekist,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, og fyrrverandi forseti Evrópuráðsins. Hann óskaði Moldóvum til hamingju með að hafa valið Evrópu fram yfir Rússland í nýafstöðnum þingkosningum en varaði við því að Evrópa stæði frammi fyrir átökum. Að halda öðru fram væri blekking. „Nei, þetta er stríð, ný tegund stríðs - afar flókin, en þetta er stríð.“
Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Danmörk Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira