Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 22:32 Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir það hafa komið sér á óvart að slitnaði upp úr viðræðunum. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira