„Þetta svíður mig mjög sárt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2025 08:01 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson skildi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eftir utan landsliðshóps Íslands fyrir komandi leiki en Aron Einar Gunnarsson er með. Hann lætur sig dreyma um sæti á HM á næsta ári. Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Sjá meira
Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Sjá meira