Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2025 06:00 Hjálmtýr segir íbúa langþreytta á ástandinu. Íbúar við Grettisgötu í Reykjavík hafa hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þeir krefjast þess að framkvæmdir í götunni verði stöðvaðar og verkið endurskipulagt. Verkið hófst í apríl og átti að vera lokið í júní en nú er útlit fyrir að það standi út október. Íbúi segir borgina hafi látið vera að svara athugasemdum. „Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda Reykjavík Skipulag Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Við erum bara búin að fá upp í kok bæði við og fólkið hér í kring. Við höfum gengið í hús og það eru um þrjátíu íbúar búnir að skrifa undir, kannski fleiri,“ segir Hjálmtýr Heiðdal íbúi að Grettisgötu. Umræddar framkvæmdir eru við Grettisgötu 20a og 20b. Hús Hjálmtýs er til vinstri á myndinni, rétt við framkvæmdirnar.Vísir/Anton Brink „Við fengum bréf í maí 2024 þar sem það var kynnt að þarna yrði rifið hús og annað byggt á grunni þess. Við svöruðum því að við hefðum ekkert á móti því, enda myndi það ekki skerða okkar birtu eða neitt. Svo í byrjun þessa árs var þetta aftur kynnt, hvenær það myndu hefjast framkvæmdir og í apríl byrjuðu þeir að brjóta niður gamalt hús hérna og höggbora ofan í klett sem er undir öllum húsunum. Hér er enginn kjallari hjá okkur og ekki heldur í húsunum í kring vegna þessa.“ Að sögn Hjálmtýs á þarna að vera tvöfaldur kjallari, tvær hæðir niður. Því um mikið verk að ræða. Þeir byrji gjarnan átta að morgni og borið standi yfir til klukkan fimm, stundum til klukkan sex. Nú séu líkur á því að þetta standi yfir út október. Vörubíll keyrir úr portinu með tilheyrandi hávaða.Vísir/Anton Brink Mikil röskun í langan tíma „Þeir sögðust ætla að hætta 30. júní en þetta hefur haldið áfram og heldur ennþá áfram. Svo fara þeir alltaf inn á okkar lóð og við höfum sýnt þeim fulla kurteisi og fært okkar bíla þegar það á við en það hefur aldrei verið haft samband við okkur fyrirfram eða verið beðið um leyfi frá þeim sem eru á bakvið þetta.“ Hjálmtýr segir íbúa ítrekað hafa haft samband við borgina vegna málsins. Skrifað bæði heilbrigðiseftirlitinu og bygginga-og skipulagsnefnd en engin svör fengið. „Næst erum við þá komin með lögfræðing í málið sem er að skrifa bréf af því að við teljum að þessi ákvörðun um að leyfa þessa framkvæmd sé algjörlega út úr kortinu. Þetta er mikil röskun á okkar lífi í þetta langan tíma og er ekki viðbúið.“ Framkvæmdunum fylgir gríðarleg röskun fyrir nærliggjandi íbúa. Vísir/Anton Brink Verði að læra af málinu Sjálfur hefur Hjálmtýr tekið myndband af því hvernig er að lifa við hávaðann og birt á íbúahópi miðborgarinnar á Facebook. Hann segir það afar þreytandi að geta ekki haft opna glugga heima hjá sér og segir að íbúar vilji að borgaryfirvöld læri af málinu. „Það verður nú líklega engu breytt héðan af, framkvæmdin er að verða búin en við erum aðallega að þessu því að borgin verður að læra af þessu. Þetta er sama vitleysan og með græna skrímslið uppi í Breiðholti. Það er gefið leyfi til framkvæmda sem aldrei hefði átt að leyfa. Það er lærdómurinn.“ Klippa: Morgun á Grettisgötu vegna framkvæmda
Reykjavík Skipulag Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira