Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 07:52 Árásir næturinn þykja mjög umfangsmiklar. Almannavarnir Úkraínu Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árásirnar hafa beinst gegn nokkrum borgum Úkraínu en þær hafi að mestu beinst að Kænugarði. Þar hafa að minnsta kosti fjórir látið lífið og tugir eru sagðir særðir. Selenskí segir tólf ára stúlku hafa dáið og að börn séu einnig meðal þeirra sem særðust. Þá segir hann að árásirnar hafi að stórum hlut beinst að borgaralegum innviðum. „Þessi viðurstyggilega árás var gerð nánast við lok allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og sýnir greinilega hvernig Rússar lýsa yfir afstöðu sinni. Moskva vill halda áfram að berjast og drepa,“ sagði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum og kallaði hann eftir auknum þrýstingi á yfirvöld í Rússlandi. Hann sagði að koma þyrfti böndum á svokallaðan skuggaflota Rússlands, sem notaður er til að komast hjá refsiaðgerðum, og stöðva tekjustrauma Rússa sem þeir nota til að fjármagna stríðsreksturinn. A massive Russian attack on Ukraine lasted for more than 12 hours. Savage strikes, a deliberate, targeted terror against ordinary cities – nearly 500 attack drones and over 40 missiles, including Kinzhal missiles. This morning, Russian-Iranian “shaheds” are again in our skies.… pic.twitter.com/fshvsbMkIg— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 28, 2025 Flugher Úkraínu segir Rússa hafa notað 593 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna til árásanna en að 566 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá hafi Rússar notað nærri því fimmtíu stýriflaugar en að allar nema þrjár hafi verið skotnar niður. AP fréttaveitan hefur eftir Vítalí Klitskó, borgarstjóra Kænugarðs, að margar sprengjur hafi lent á íbúðarhúsum, borgaralegum innviðum, heilsugæslustöð og leikskóla. Hann segir fregnir af skaða hafa borist frá að minnsta kosti tuttugu stöðum í borginni. Russia launched mass missile and drone strikes across Ukraine. Kyiv suffered hits and fires in Solom’yansky, Sviatoshyn, Holosiivskyi and Dniprovskiy districts; a five-storey building was damaged. Zaporizhzhia hit with major fires. Civilian deaths are reported, including a… pic.twitter.com/etmXXVNMSm— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) September 28, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árásirnar hafa beinst gegn nokkrum borgum Úkraínu en þær hafi að mestu beinst að Kænugarði. Þar hafa að minnsta kosti fjórir látið lífið og tugir eru sagðir særðir. Selenskí segir tólf ára stúlku hafa dáið og að börn séu einnig meðal þeirra sem særðust. Þá segir hann að árásirnar hafi að stórum hlut beinst að borgaralegum innviðum. „Þessi viðurstyggilega árás var gerð nánast við lok allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og sýnir greinilega hvernig Rússar lýsa yfir afstöðu sinni. Moskva vill halda áfram að berjast og drepa,“ sagði Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum og kallaði hann eftir auknum þrýstingi á yfirvöld í Rússlandi. Hann sagði að koma þyrfti böndum á svokallaðan skuggaflota Rússlands, sem notaður er til að komast hjá refsiaðgerðum, og stöðva tekjustrauma Rússa sem þeir nota til að fjármagna stríðsreksturinn. A massive Russian attack on Ukraine lasted for more than 12 hours. Savage strikes, a deliberate, targeted terror against ordinary cities – nearly 500 attack drones and over 40 missiles, including Kinzhal missiles. This morning, Russian-Iranian “shaheds” are again in our skies.… pic.twitter.com/fshvsbMkIg— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 28, 2025 Flugher Úkraínu segir Rússa hafa notað 593 sjálfsprengidróna og tálbeitudróna til árásanna en að 566 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá hafi Rússar notað nærri því fimmtíu stýriflaugar en að allar nema þrjár hafi verið skotnar niður. AP fréttaveitan hefur eftir Vítalí Klitskó, borgarstjóra Kænugarðs, að margar sprengjur hafi lent á íbúðarhúsum, borgaralegum innviðum, heilsugæslustöð og leikskóla. Hann segir fregnir af skaða hafa borist frá að minnsta kosti tuttugu stöðum í borginni. Russia launched mass missile and drone strikes across Ukraine. Kyiv suffered hits and fires in Solom’yansky, Sviatoshyn, Holosiivskyi and Dniprovskiy districts; a five-storey building was damaged. Zaporizhzhia hit with major fires. Civilian deaths are reported, including a… pic.twitter.com/etmXXVNMSm— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) September 28, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06