Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 12:16 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/ívar Afbrotafræðingur segir þunga dóma í Gufunesmálinu ekki koma á óvart og að mennirnir muni líklegast afplána í fjögur til fimm ár á Litla hrauni. Svo virðist sem að dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast nýlega en erfitt að segja hvort það sé vegna aukinnar umræðu um ofbeldi og vopnaburð meðal ungmenna. Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi í gær fyrir sinn hlut í Gufunesmálinu svokallaða. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Þeir voru dæmdir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, manni á sjötugsaldri, að bana eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans þann tíunda mars í Þorlákshöfn. Dómur Matthíasar komi mest á óvart Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir þunga dóma ekki koma á óvart. Hún tekur fram að dómur Matthíasar sem er nítján ára sé að sumu leyti óvenjulegur. „Það er einna helst dómurinn yfir yngsta sakborningnum. Honum Matthíasi. Því hann er mjög ungur. Maður hefði kannski átt von á því að hans aldur væri meiri mildandi þáttur í dóminum.“ Hún segir þó nokkur fordæmi fyrir því að ungir sakborningar fái mildari dóm. Sem dæmi hlaut nítján ára maður tíu ára dóm í héraði fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Hinir tveir mennirnir í málinu sem voru átján ára fengu tveggja ára dóm. Dómurinn yfir þeim nítján ára var að lokum þyngdur í tólf ár fyrir Landsrétti og dómur yfir þeim átján ára þyngdur í fjögur ár. Erfitt sé að segja til um hvort dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast í ljósu umræðu síðustu ára vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis meðal barna og ungs fólks. „Það má vera að það tengist almennum breytingum í samfélaginu, allavega fréttum af vopnaburði ungs fólks. Ég veit ekki hvort það sé tenging þarna á milli satt best að segja. En það virðist vera að þegar þessi ungu sakborningar eru skoðaðir sérstaklega að þá sé mynstur í þá áttina að þeir séu að fá þyngri dóma.“ Um tíu ár fram að reynslulausn, mögulega fimm fyrir Matthías Þó nokkrir þungir dómar hafa fallið undanfarið en að mati Margrétar er það ekki nýleg þróun að dómar séu að þyngjast. „Þessi tilfinning er til staðar. Ef við erum að tala um að dómar séu að þyngjast þá er það ekkert að gerast eitthvað sérstaklega núna en kannski síðustu tíu ár.“ Margrét telur allar líkur á að málið fari fyrir æðra dómstig en finnst ólíklegt að dómar mildist þar. En varðandi afplánun þessa dóma. Er líklegt að þeir sitji öll þessi sautján ár í fangelsi? „Það situr náttúrulega enginn á Íslandi allan dóminn í fangelsi. Það fá allir reynslulausn á Íslandi. Þannig er það. Fyrir svona alvarlegt brot hefur venjan verið að þeir sitji inni í tvo þriðju hluta af þessum árum en ekki endilega inn á Litla Hrauni. Þeir séu þá frelsissviptir og eftir það kemur þá reynslulausn sem er auðvitað eins konar frelsissvipting en ekki í svona lokuðu úrræði.“ Það reiknast þá sem rúmlega ellefu ár fyrir Stefán og Lúkas og rúmlega níu ár fyrir Matthías fram að reynslulausn. Þess má þó geta að Matthías getur sótt um reynslulausn eftir þriðjung refsitímans og gæti hann því hlotið reynslulausn innan fimm ára. „Nú er ég að segja svona byggt á því sem maður hefur séð. Kannski fjögur til fimm ár á litla Hrauni og svo í opnu fangelsi og svo kemur vernd og öklaband í kjölfarið svo þetta er svona tröppugangur.“ „Ef ekki verri, líklegri niðurstaða“ Margrét ítrekar þó að það sé góð og gild ástæða fyrir því að refsikerfið sé byggt upp með þessum hætti. „Menn þurfa að taka út refsingu en það þarf líka að vera einhvers konar endurhæfing í gangi á meðan á refsingu stendur. Að menn komi út úr fangelsi betraðir og sem endurhæfðir menn. Svo þeir haldi ekki áfram að brjóta af sér eftir að afplánun líkur. Í því samhengi er þessi tröppugangur skynsamur. Afplánun mun ljúka og það er skynsamlegri kostur að það sé tröppugangur svo menn séu ekki lokaðir inni á Litla Hrauni í sautján ár.“ Koma þeir þá bara alveg eins út ef þeir eru lokaðir inni í sautján ár? „Ef ekki verri. Það er samkvæmt rannsóknum. Þá er, ef ekki verri, líklegri niðurstaða.“ Manndráp í Gufunesi Fangelsismál Ölfus Reykjavík Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi í gær fyrir sinn hlut í Gufunesmálinu svokallaða. Matthías Björn Erlingsson var dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Þeir voru dæmdir fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, manni á sjötugsaldri, að bana eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans þann tíunda mars í Þorlákshöfn. Dómur Matthíasar komi mest á óvart Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir þunga dóma ekki koma á óvart. Hún tekur fram að dómur Matthíasar sem er nítján ára sé að sumu leyti óvenjulegur. „Það er einna helst dómurinn yfir yngsta sakborningnum. Honum Matthíasi. Því hann er mjög ungur. Maður hefði kannski átt von á því að hans aldur væri meiri mildandi þáttur í dóminum.“ Hún segir þó nokkur fordæmi fyrir því að ungir sakborningar fái mildari dóm. Sem dæmi hlaut nítján ára maður tíu ára dóm í héraði fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. Hinir tveir mennirnir í málinu sem voru átján ára fengu tveggja ára dóm. Dómurinn yfir þeim nítján ára var að lokum þyngdur í tólf ár fyrir Landsrétti og dómur yfir þeim átján ára þyngdur í fjögur ár. Erfitt sé að segja til um hvort dómar yfir ungu fólki séu að þyngjast í ljósu umræðu síðustu ára vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis meðal barna og ungs fólks. „Það má vera að það tengist almennum breytingum í samfélaginu, allavega fréttum af vopnaburði ungs fólks. Ég veit ekki hvort það sé tenging þarna á milli satt best að segja. En það virðist vera að þegar þessi ungu sakborningar eru skoðaðir sérstaklega að þá sé mynstur í þá áttina að þeir séu að fá þyngri dóma.“ Um tíu ár fram að reynslulausn, mögulega fimm fyrir Matthías Þó nokkrir þungir dómar hafa fallið undanfarið en að mati Margrétar er það ekki nýleg þróun að dómar séu að þyngjast. „Þessi tilfinning er til staðar. Ef við erum að tala um að dómar séu að þyngjast þá er það ekkert að gerast eitthvað sérstaklega núna en kannski síðustu tíu ár.“ Margrét telur allar líkur á að málið fari fyrir æðra dómstig en finnst ólíklegt að dómar mildist þar. En varðandi afplánun þessa dóma. Er líklegt að þeir sitji öll þessi sautján ár í fangelsi? „Það situr náttúrulega enginn á Íslandi allan dóminn í fangelsi. Það fá allir reynslulausn á Íslandi. Þannig er það. Fyrir svona alvarlegt brot hefur venjan verið að þeir sitji inni í tvo þriðju hluta af þessum árum en ekki endilega inn á Litla Hrauni. Þeir séu þá frelsissviptir og eftir það kemur þá reynslulausn sem er auðvitað eins konar frelsissvipting en ekki í svona lokuðu úrræði.“ Það reiknast þá sem rúmlega ellefu ár fyrir Stefán og Lúkas og rúmlega níu ár fyrir Matthías fram að reynslulausn. Þess má þó geta að Matthías getur sótt um reynslulausn eftir þriðjung refsitímans og gæti hann því hlotið reynslulausn innan fimm ára. „Nú er ég að segja svona byggt á því sem maður hefur séð. Kannski fjögur til fimm ár á litla Hrauni og svo í opnu fangelsi og svo kemur vernd og öklaband í kjölfarið svo þetta er svona tröppugangur.“ „Ef ekki verri, líklegri niðurstaða“ Margrét ítrekar þó að það sé góð og gild ástæða fyrir því að refsikerfið sé byggt upp með þessum hætti. „Menn þurfa að taka út refsingu en það þarf líka að vera einhvers konar endurhæfing í gangi á meðan á refsingu stendur. Að menn komi út úr fangelsi betraðir og sem endurhæfðir menn. Svo þeir haldi ekki áfram að brjóta af sér eftir að afplánun líkur. Í því samhengi er þessi tröppugangur skynsamur. Afplánun mun ljúka og það er skynsamlegri kostur að það sé tröppugangur svo menn séu ekki lokaðir inni á Litla Hrauni í sautján ár.“ Koma þeir þá bara alveg eins út ef þeir eru lokaðir inni í sautján ár? „Ef ekki verri. Það er samkvæmt rannsóknum. Þá er, ef ekki verri, líklegri niðurstaða.“
Manndráp í Gufunesi Fangelsismál Ölfus Reykjavík Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira