Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 16:32 Matthías Björn er nítján ára. Hann mætti í jakkafötum í dómsal þegar málið var til meðferðar. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða segir dómara í málinu ekki taka mið af þeim augljósu hagsmunum sem Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson hafi af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og beindi dómari þeim tilmælum til verjenda að hann færi ekki í dreifingu enda væru viðkvæm atriði sem ætti eftir að afmá úr dómnum. Sævar Þór Jónsson verjandi Matthíasar hefur kynnt sér niðurstöðu dómsins sem telur um hundrað blaðsíður. „Dómurinn byggir á framburði meðákærðu, Stefáns og Lúkasar, um meint ofbeldi Matthíasar, án þess að gæta að þeim augljósu hagsmunum sem þeir hafa af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Framburður Matthíasar um takmarkaða aðkomu og þvinganir og hræðslu við meðákærðu er metinn ótrúverðugur án fullnægjandi rökstuðnings. Rökstuðningur dómsins fyrir niðurstöðu um ásetning, lægsta stig, er ófullnægjandi,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur byggi að hans sögn á sakfellingu Matthíasar á samverknaði hans með Stefáni og Lúkasi Geir. „Dómurinn gerir þó ekki nægjanlegan greinarmun á þætti hvers og eins og þeim ásetningi sem lá að baki. Niðurstaða um samverknað er of almenn og dregin af ályktunum. Dómurinn leggur sameiginlega ábyrgð á alla þrjá ákærðu án þess að sýna fram á að sameiginlegur ásetningur hafi náð til manndráps,“ segir Sævar Þór. „Þótt þeir hafi verið samverkamenn um frelsissviptingu og rán þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir hafi verið samverkamenn um manndráp. Sönnunarfærsla héraðsdóms er áfátt og byggir á röngu mati á sönnunargögnum og of víðtækri túlkun á hugtakinu samverknaður. Sá vafi sem fyrir hendi er um huglæga afstöðu Matthíasar og aðkomu hans að banvænum áverkum verður að túlka honum í hag. Vafinn virðist þó ekki skýrður Matthíasi í hag.“ Dómi Matthíasar Björns verði áfrýjað. Matthías hélt því fram við aðalmeðferð málsins að hann hefði aðeins verið ökumaður og ekki tekið þátt í frelsissviptingunni. Lýsingar hans á atburðarásinni um nóttina var töluvert frábrugðin þeirri hjá Stefáni og Lúkasi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu. Dómsmál Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson á brott frá heimili hans í Þorlákshöfn, beitt ofbeldi og skilið eftir nær dauða en lífi fáklæddan á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Matthías Björn hlaut fjórtán ára dóm en hann bættist í hópinn eftir að Hjörleifur hafði verið frelsissviptur. Dómurinn hefur ekki verið birtur og beindi dómari þeim tilmælum til verjenda að hann færi ekki í dreifingu enda væru viðkvæm atriði sem ætti eftir að afmá úr dómnum. Sævar Þór Jónsson verjandi Matthíasar hefur kynnt sér niðurstöðu dómsins sem telur um hundrað blaðsíður. „Dómurinn byggir á framburði meðákærðu, Stefáns og Lúkasar, um meint ofbeldi Matthíasar, án þess að gæta að þeim augljósu hagsmunum sem þeir hafa af því að fegra eigin hlut og sverta þátt Matthíasar. Framburður Matthíasar um takmarkaða aðkomu og þvinganir og hræðslu við meðákærðu er metinn ótrúverðugur án fullnægjandi rökstuðnings. Rökstuðningur dómsins fyrir niðurstöðu um ásetning, lægsta stig, er ófullnægjandi,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur byggi að hans sögn á sakfellingu Matthíasar á samverknaði hans með Stefáni og Lúkasi Geir. „Dómurinn gerir þó ekki nægjanlegan greinarmun á þætti hvers og eins og þeim ásetningi sem lá að baki. Niðurstaða um samverknað er of almenn og dregin af ályktunum. Dómurinn leggur sameiginlega ábyrgð á alla þrjá ákærðu án þess að sýna fram á að sameiginlegur ásetningur hafi náð til manndráps,“ segir Sævar Þór. „Þótt þeir hafi verið samverkamenn um frelsissviptingu og rán þýðir það ekki sjálfkrafa að þeir hafi verið samverkamenn um manndráp. Sönnunarfærsla héraðsdóms er áfátt og byggir á röngu mati á sönnunargögnum og of víðtækri túlkun á hugtakinu samverknaður. Sá vafi sem fyrir hendi er um huglæga afstöðu Matthíasar og aðkomu hans að banvænum áverkum verður að túlka honum í hag. Vafinn virðist þó ekki skýrður Matthíasi í hag.“ Dómi Matthíasar Björns verði áfrýjað. Matthías hélt því fram við aðalmeðferð málsins að hann hefði aðeins verið ökumaður og ekki tekið þátt í frelsissviptingunni. Lýsingar hans á atburðarásinni um nóttina var töluvert frábrugðin þeirri hjá Stefáni og Lúkasi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu.
Dómsmál Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. „Það eru ekki alltaf jólin,“ sagði Stefán skömmu eftir dómsuppsögu. 26. september 2025 12:17
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29. ágúst 2025 14:03