Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 13:15 Blaine Milam var tekinn af lífi með banvænni sprautu. AP og Getty Bandarískur maður var í gær tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða þrettán mánaða dóttur kærustu sinnar. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Huntsville um sautján árum eftir að hann framdi ódæðið. Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira