Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2025 15:15 vísir/diego Botnlið Aftureldingar hafði ekki unnið í ellefu leikjum í röð þegar KA kom í heimsókn að Varmá í dag. Á því varð loks breyting í kvöld og ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni í leikslok. KA komst yfir í fyrri hálfleik en heimamenn svöruðu með þremur mörkum um miðjan seinni hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn undir lokin og sóttu hart að marki heimamanna en Afturelding slapp með sigurinn að lokum, þann fyrsta í deildinni síðan 23. júní. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld. Besta deild karla Afturelding KA
Botnlið Aftureldingar hafði ekki unnið í ellefu leikjum í röð þegar KA kom í heimsókn að Varmá í dag. Á því varð loks breyting í kvöld og ætlaði allt um koll að keyra í stúkunni í leikslok. KA komst yfir í fyrri hálfleik en heimamenn svöruðu með þremur mörkum um miðjan seinni hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn undir lokin og sóttu hart að marki heimamanna en Afturelding slapp með sigurinn að lokum, þann fyrsta í deildinni síðan 23. júní. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.