Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Eddie Nketiah skoraði sigurmarkið gegn Liverpool alveg í lokin.
Eddie Nketiah skoraði sigurmarkið gegn Liverpool alveg í lokin. Getty/Alex Broadway

Eddie Nketiah reyndist hetja Crystal Palace með sigurmarki seint í uppbótartíma gegn meisturum Liverpool í dag, í 2-1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ismaila Sarr kom heimamönnum yfir snemma leiks, eða á níundu mínútu, og Liverpool þurfti að bíða fra má 87. mínútu eftir jöfnunarmarki.

Varamaðurinn Federico Chiesa skoraði þá og var fljótur að sækja boltann í von um að hægt yrði að finna sigurmark.

Sigurmarkið kom þó eins og áður segir frá Palace en drjúga stund tók að kveða upp úr um hvort dæma ætti það af vegna rangstöðu.

Eftir þessi úrslit er Palace eina taplausa lið deildarinnar, með 12 stig í 2. sæti, en Liverpool er enn efst með 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira