Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Arnar Skúli Atlason skrifar 25. september 2025 21:30 vísir/anton Þór/KA vann þægilegan Sigur á Tindastól 3-0 í Bestu deild kvenna. Leikið var á Boganum á Akureyri í kvöld. Þór byrjaði af miklum krafti og strax á 5. mínútu komust þær yfir þegar langur bolti frá Jessica Grace Berlin setti Ellie Rose Moreno í gegnum vörn Tindastóls og Ellie á nýtti færi frábærlega og setti boltann í markið hjá gestunum. Þór/KA var næstum því búnar að bæta við þegar Ellie slapp í gegnum vörnina eftir lélega hreinsun frá Tindastól og en Genevieve Crenshaw varði boltann frábærlega út í teig þar sem Sonja Björg Sigurðardóttir var fyrst á hann og skaut boltanum í átt að markinu en varnarmenn Tindastóls björguðu á línu. Eftir þetta tók Tindastóll völdin á vellinum og fór að dæla boltanum inn á teig Þór/KA án þess að skapa mikla hættu. Það dró svo til tíðinda á 42 mínútu leiksins þegar Þór/KA fá hornspyrnu og boltanum er spyrnt inn á teig þar sem eftir mikinn darradans í teignum datt boltinn á Sonju Björgu sem nýtti sér þetta og setti boltann í hornið fram hjá markmanni Tindastóls. Þór/KA leiddi þægilega í hálfleik 2-0 og þurfti kraftaverk ef Tindastóll ætlaði að koma tilbaka úr þessu. Tindastóll komu ákveðnar út í seinni hálfleikinn en áttu erfitt með að skapa sér opinn færi. Jessica Grace greip inn í flestar fyrir gjafirnar. Á 69 mínútu gerðu Þór/KA út um leikinn þegar Karen María setti boltann inn á teiginn og Kimberlay Dóra Hjálmarsdóttir reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið og staðan 3-0 fyri Þór/KA. Tindastóll reyndi eins og þær gátu en áttu ekki erindi sem erfiði og Þór/KA silgdi þessu nokkuð þægilega heim. 3-0 urðu lokatölur leiksins og með þessum sigri hafa Þór/KA komið sér úr þeim möguleika að fara niður um deild. Tindastóll þarf að treysta á að FHL tapi ekki á móti Fram á laugardaginn. Ef FHL tapar þá falla Tindastóll um deild. Atvikið Mark Sonju Björgu kom á erfiðum tíma fyrir Tindastól. Þær voru búnar að vera að pressa Þór/KA vel á þessum tíma og Þór/KA fékk hornspyrnu sem þær nýttu heldur betur vel og var þetta markið sem réði úrslitum. Stjörnur Hjá Þór/KA voru Sonja Björg Sigurðardóttir og Ellie Rose Moreno fáránlega öflugar í kvöld og voru að reynast varnarmönnum Tindastóls erfiðar. Jessica Grace var frábær í markinu og allt liðið var rosalega gott. Hjá Tindastól var lítið að frétta en Genievieve Crenshaw sá til þess að liðið tapaði ekki stærra í kvöld. Stemning og umgjörðMikið af fólki í Boganum í dag sem er geggjað að sjá. Allt í toppmálum á Akureyri.Dómarar [8]Svenni og félagar voru flott í dag. Ekkert út á þau að setja komust vel frá þessu. Ekki erfiður leikur að dæma Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll
Þór/KA vann þægilegan Sigur á Tindastól 3-0 í Bestu deild kvenna. Leikið var á Boganum á Akureyri í kvöld. Þór byrjaði af miklum krafti og strax á 5. mínútu komust þær yfir þegar langur bolti frá Jessica Grace Berlin setti Ellie Rose Moreno í gegnum vörn Tindastóls og Ellie á nýtti færi frábærlega og setti boltann í markið hjá gestunum. Þór/KA var næstum því búnar að bæta við þegar Ellie slapp í gegnum vörnina eftir lélega hreinsun frá Tindastól og en Genevieve Crenshaw varði boltann frábærlega út í teig þar sem Sonja Björg Sigurðardóttir var fyrst á hann og skaut boltanum í átt að markinu en varnarmenn Tindastóls björguðu á línu. Eftir þetta tók Tindastóll völdin á vellinum og fór að dæla boltanum inn á teig Þór/KA án þess að skapa mikla hættu. Það dró svo til tíðinda á 42 mínútu leiksins þegar Þór/KA fá hornspyrnu og boltanum er spyrnt inn á teig þar sem eftir mikinn darradans í teignum datt boltinn á Sonju Björgu sem nýtti sér þetta og setti boltann í hornið fram hjá markmanni Tindastóls. Þór/KA leiddi þægilega í hálfleik 2-0 og þurfti kraftaverk ef Tindastóll ætlaði að koma tilbaka úr þessu. Tindastóll komu ákveðnar út í seinni hálfleikinn en áttu erfitt með að skapa sér opinn færi. Jessica Grace greip inn í flestar fyrir gjafirnar. Á 69 mínútu gerðu Þór/KA út um leikinn þegar Karen María setti boltann inn á teiginn og Kimberlay Dóra Hjálmarsdóttir reis hæst í teignum og stangaði boltann í netið og staðan 3-0 fyri Þór/KA. Tindastóll reyndi eins og þær gátu en áttu ekki erindi sem erfiði og Þór/KA silgdi þessu nokkuð þægilega heim. 3-0 urðu lokatölur leiksins og með þessum sigri hafa Þór/KA komið sér úr þeim möguleika að fara niður um deild. Tindastóll þarf að treysta á að FHL tapi ekki á móti Fram á laugardaginn. Ef FHL tapar þá falla Tindastóll um deild. Atvikið Mark Sonju Björgu kom á erfiðum tíma fyrir Tindastól. Þær voru búnar að vera að pressa Þór/KA vel á þessum tíma og Þór/KA fékk hornspyrnu sem þær nýttu heldur betur vel og var þetta markið sem réði úrslitum. Stjörnur Hjá Þór/KA voru Sonja Björg Sigurðardóttir og Ellie Rose Moreno fáránlega öflugar í kvöld og voru að reynast varnarmönnum Tindastóls erfiðar. Jessica Grace var frábær í markinu og allt liðið var rosalega gott. Hjá Tindastól var lítið að frétta en Genievieve Crenshaw sá til þess að liðið tapaði ekki stærra í kvöld. Stemning og umgjörðMikið af fólki í Boganum í dag sem er geggjað að sjá. Allt í toppmálum á Akureyri.Dómarar [8]Svenni og félagar voru flott í dag. Ekkert út á þau að setja komust vel frá þessu. Ekki erfiður leikur að dæma
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn