Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 16:31 Bernardo Silva í baráttunni við Gabriel í gær. Getty/Marc Atkins Bernardo Silva er afar óánægður með það misræmi sem var á milli aðdraganda stórleiks Arsenal og Manchester City í gær, hjá liðunum tveimur. Hann kallar eftir heilbrigðri skynsemi þeirra sem koma að því að velja leikdaga í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Arsenal og City gerðu 1-1 jafntefli í gær í leik liða sem ætla sér að berjast um titilinn í vetur. Silva vill meina að aðstæður hafi hins vegar verið ósanngjarnar fyrir City í ljósi þess að liðið spilaði við Napoli í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöld, meira en 50 klukkutímum eftir að Arsenal spilaði við Athletic Bilbao í sömu keppni. „Ég vil benda á þetta vegna þess að við töpuðum ekki. Ef við hefðum tapað þá myndi ég ekki segja neitt. En staðreyndin er sú að það er ekki hægt að láta okkur koma í einn mikilvægasta leik tímabilsins þar sem hitt liðið fær svona forskot hvað varðar hvíld,“ sagði Silva við Manchester Evening News. „Það er ekki sanngjarnt að spila svona leik við þessar aðstæður. Það er ekki réttlátt,“ sagði Silva. 🚨 Bernardo Silva: “We cannot come to one of the most important games [vs Arsenal] in the season with such a disadvantage, in terms of rest”.“It's not fair to play one of these games like this. It's just not right”, told @spbajko. pic.twitter.com/t8nYyFeJ6w— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2025 „Þeir fengu fimm daga og við fengum tvo og hálfan dag, fyrir einn mikilvægasta leikinn. Þetta má ekki gerast. Mér leið ekki fullkomlega að spila svona og fólk sem hefur ekki spilað á hæsta stigi veit ekki hvernig er að spila svona leik,“ sagði Silva. Hann kveðst vonast til þess að breytingar verði gerðar og liðum sýnd virðing í þessu sambandi en ætla má að hann tali fyrir daufum eyrum í ljósi fyrri fordæma. Enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu eru ólíkir hagsmunaaðilar og taka ekki fullt tillit til þess hvað hentar leikmönnum hverju sinni. „Dagskráin er eins og hún er og ég skil að við erum með ólíkar keppnir, og að UEFA, Úrvalsdeildin og rétthafar vilja skapa tekjur. Við erum alveg til í að spila á 3-4 daga fresti og erum vanir að spila 60 leiki á ári. En við köllum eftir heilbrigðri skynsemi því þetta er einn stærsti leikur tímabilsins,“ sagði Silva. „Og þetta beinist ekki bara að okkur. Ég held að þeir séu ekkert að reyna að láta okkur tapa. Þetta gæti komið fyrir Arsenal eða Liverpool innan fárra mánaða,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira