Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 23:45 Morgan Ortgus er fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. EPA Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira