Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 15:06 Skemmtiferðaskip í höfn við Reykjavík. Stór hluti af áætluðum framkvæmdum Faxaflóahafna næstu fimmtán árin eru vegna nýrra viðlegukanta. Vísir/Arnar Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans. Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fjárþörf hafnasjóða er greind í skýrslu sem Hafnasamband Íslands lét vinna. Í henni kemur fram að hafnasjóðir fjárfestu samtals 27,1 milljar króna á árunum 2020 til 2024. Langmesta fjárfestingin var hjá Faxaflóahöfnum sem fjárfestu fyrir 8,9 milljarða króna á tímabilinu. Miðgildi fjárfestinga hjá sjóðunum nam 680 milljónum króna. Viðbúið er að fjárfestingarþörf sjóðanna aukist verulega í fyrirsjáanlegri framtíð. Gert er ráð fyrir að hún aukist um fjórðung á ári til 2030 og nemi 40,8 milljörðum á tímabilinu. Þetta er sagt sýna þá framkvæmdaþörf sem sé nauðsynleg til þess að viðhalda hafnarekstri og mæta vaxandi eftirspurn frá sjávarútvegi og fiskeldi, ferðaþjónustu, stóriðju, inn- og útflutningi og verkefnum sem tengjast orkuskiptum. Mesta fjárfestingaþörfin hafa Faxaflóahafnir sem segjast þurfa þrettán milljarða króna til fjárfestinga til 2030. Til 2040 reikna þær með að þurfa 28,5 milljarða króna til nýframkvæmda. Stærsti hluti þess kostnaðar er vegna nýrra viðlegukanta. Þegar miðað er við áætlanir sjóðanna um fjárfestingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf upp á 97,9 milljarða króna samkvæmt skýrslunni. Þarf meira en fimmfalt meira fé í Stykkishólmi og í Eyjum Fimm hafnasjóðir eru sagðir standa frammi fyrir verulegri eða mikilli fjárþörf miðað við áætlaða uppbyggingu. Stykkishólmshöfn og Vestmannaeyjahöfn eru sagðar þurfa að meira en fimmfalda fjármagn sitt til fjárfestinga til að ná markmiðum sínum. Grundarfjarðarhöfn, Bolungarvíkurhöfn og hafnarsamlag Norðurlands þarf tvö- til fimmföldun á fjármagni. Hafnasjóðir eru sagðir misvel í stakk búnir til að fjármagna framkvæmdir. Stærri sjóðir eigi að mestu leyti að geta fjármagnað viðhald og nýframkvæmdir með eigin tekjum en minni séu háðari opinberum stuðningi. Fjórðungur af kostnaði við nýlegar framkvæmdir við hafnar var fjármagnaður með opinberum framlögum en hafnasjóðirnir sjálfir stóðu undir þremur fjórðu hlutum hans.
Hafnarmál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira