Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 13:27 Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Undanfarna daga hafa hægri menn í Bandaríkjunum ítrekað haldið því fram að það sé vinstrið sem sé mun hættulegra en hægrið, eftir morðið á Charlie Kirk, áhrifamiklum hægri sinnuðum áhrifavaldi, í síðustu viku. Donald Trump, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir mismunandi viðbrögð við ofbeldisverkum, eftir því gegn hverjum og hvaða fylkingum þau beinast. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum heitið hefndum og hefur Trump sjálfur hótað því að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi gegn pólitískum andstæðingum sínum. Innan Hvíta hússins er víst unnið að lista yfir vinstri sinnuð samtök og hópa sem eiga að ýta undir ofbeldi. Sjá einnig: Trump-liðar heita hefndum Í skýrslunni, sem birt var í janúar í fyrra og ber titillinn „Það sem gögn NIJ (Greiningarstofnun dómsmálaráðuneytisins) segja okkur um innlenda hryðjuverkastarfsemi“, kemur fram að frá 1990 hafi öfgahægri menn framið minnst 227 ofbeldisverk sem valdið hafi dauða að minnsta kosti 520 manns. Vinstri sinnaðir öfgamenn hafi framið að minnsta kosti 48 ofbeldisverk og banað 78 manns. Það að skýrslan sé nú ekki lengur aðgengileg á síðu ráðuneytisins hefur verið staðfest af fjölmiðlum ytra, eins og AFP fréttaveitunni og 404 Media. Fyrirspurnum um af hverju skýrslan var fjarlægð hefur ekki verið svarað en aðrar skýrslur þar sem vakin er athygli á hættunni frá hægri sinnuðum öfgamönnum eru víst enn aðgengilegar. Þá er vert að benda á að forsetatilskipanir Trumps um að banna það sem kallast DEI, eða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu hjá alríkisstofnunum, hefur leitt til þess að heilmikið af efni hefur verið fjarlægt af vefsvæðum þeirra á undanförnum mánuðum. Oft er þó sagt að netið gleymi engu og má enn finna skýrsluna á Waybackmachine. Þar segir einnig að sérfræðingar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna telji að innlend hryðjuverkastarfsemi sé einhver helsta ógnin sem Bandaríkjamenn standi frammi fyrir. Að hlutir tengdir faraldri Covid, málefnum innflytjenda og orðræða um kosningasvindl muni áfram ýta undir og vera notaðir til réttlætingar fyrir ofbeldisverk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Undanfarna daga hafa hægri menn í Bandaríkjunum ítrekað haldið því fram að það sé vinstrið sem sé mun hættulegra en hægrið, eftir morðið á Charlie Kirk, áhrifamiklum hægri sinnuðum áhrifavaldi, í síðustu viku. Donald Trump, forseti, hefur verið gagnrýndur fyrir mismunandi viðbrögð við ofbeldisverkum, eftir því gegn hverjum og hvaða fylkingum þau beinast. Trump-liðar hafa á undanförnum dögum heitið hefndum og hefur Trump sjálfur hótað því að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi gegn pólitískum andstæðingum sínum. Innan Hvíta hússins er víst unnið að lista yfir vinstri sinnuð samtök og hópa sem eiga að ýta undir ofbeldi. Sjá einnig: Trump-liðar heita hefndum Í skýrslunni, sem birt var í janúar í fyrra og ber titillinn „Það sem gögn NIJ (Greiningarstofnun dómsmálaráðuneytisins) segja okkur um innlenda hryðjuverkastarfsemi“, kemur fram að frá 1990 hafi öfgahægri menn framið minnst 227 ofbeldisverk sem valdið hafi dauða að minnsta kosti 520 manns. Vinstri sinnaðir öfgamenn hafi framið að minnsta kosti 48 ofbeldisverk og banað 78 manns. Það að skýrslan sé nú ekki lengur aðgengileg á síðu ráðuneytisins hefur verið staðfest af fjölmiðlum ytra, eins og AFP fréttaveitunni og 404 Media. Fyrirspurnum um af hverju skýrslan var fjarlægð hefur ekki verið svarað en aðrar skýrslur þar sem vakin er athygli á hættunni frá hægri sinnuðum öfgamönnum eru víst enn aðgengilegar. Þá er vert að benda á að forsetatilskipanir Trumps um að banna það sem kallast DEI, eða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu hjá alríkisstofnunum, hefur leitt til þess að heilmikið af efni hefur verið fjarlægt af vefsvæðum þeirra á undanförnum mánuðum. Oft er þó sagt að netið gleymi engu og má enn finna skýrsluna á Waybackmachine. Þar segir einnig að sérfræðingar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna telji að innlend hryðjuverkastarfsemi sé einhver helsta ógnin sem Bandaríkjamenn standi frammi fyrir. Að hlutir tengdir faraldri Covid, málefnum innflytjenda og orðræða um kosningasvindl muni áfram ýta undir og vera notaðir til réttlætingar fyrir ofbeldisverk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira