Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 10:02 Erling Haaland var fyrirliði í liði Ragnars í síðustu umferð og stóð fyrir sínu. Getty/Vísir Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira