Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2025 22:18 Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri matssviðs MMS. Vísir/Lýður Valberg Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00