Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 23:36 Frumvarp um veitingu ríkisborgarréttar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingmanna sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Vísir/Vilhelm Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt. Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt.
Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07