Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 16:29 Maðurinn var leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir árásina. Vísir/Anton Brink Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum. Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum.
Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira