Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 13:31 Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, segir Fjarðabyggð hafa vanrækt vatnsból Stöðvarfjarðar um árabil sem geri það að verkum að íbúar hafi ekki öruggt aðgengi að hreinu vatni. Vísir/Vilhelm/aðsend Í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp. Íbúi á svæðinu segir bresti í upplýsingagjöf sveitarfélagsins og að traustið gagnvart vatnsbólinu sé lítið. Í gær var staðfest að E.coli baktería hefði greinst í neysluvatni á Stöðvarfirði en þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem slíkt gerist. Íbúar bæjarins þurfa því að sjóða allt neysluvatn en í tilkynningu Fjarðabyggðar segir að óhætt sé að nota vatnið til annarra athafna þar sem fjöldi gerla mældist innan marka. Von er á mikilli rigningu á svæðinu og mega íbúar því búast við að ástandið verði viðvarandi næstu daga. „Meðvitaður um að þú er að þvo þér upp úr E. Coli vatni“ Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði, segir það valda kvíða þegar rigning sé í kortunum. Íbúar treysti ekki vatnsbólinu og að ástandið hafi mikil áhrif á daglegt líf. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þú ert að tvíhugsa alla vatnsnotkun heima hjá þér, hvað varðar mat, matvæli, þvott, neyslu. Bara frá A til Ö.“ Eva segir fólk hafa veikst nú þegar og að það hafi ekki komið á óvart að þessi staða sé komin upp á nýjan leik. „Það sem ætti að vera rigning, við ættum að hugsa sem gott fyrir gróðurinn og allt það, nú er haustið að koma og það er alltaf tilfinning að það séu nýir tímar, skólar að fara af stað en við á Stöðvarfirði erum meðvituð um það að með þessu kemur möguleikinn og hættan á að vatnið okkar mengist sem hefur núna gerst.“ Var sagt að skrá sig til að fá upplýsingar og vill að Fjarðabyggð skaffi vatn Eva kallar eftir að skipulagður verði íbúafundur og að Fjarðabyggð nýti allar leiðir til að veita íbúum upplýsingar. Hún hrósar þó sveitarfélaginu fyrir aðgerðir sem hafi verið farið í síðan sýking kom upp síðast. „Ég hef vitneskju um aðgerðir út frá fundargerðum sem ég þurfti að sækja sjálf í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar. Núna sé ég á Austurfrétt hvaða aðgerðir eru í gangi en þau hafa alrdrei sagt okkur bæjarbúum,“ sagði Eva og bætti við að í gær hafi hún verið í bíl með kollega sem fengið hafi textaskilaboð um að mengun væri í vatninu en sjálf hafi hún engin skilaboð fengið. „Ég læt þau vita á samfélagsmiðlum og spyr hvað þau ætli að gera til að hver og einn einasti íbúi á Stöðvarfirði sé viss um hvað sé í gangi. Svörin sem ég fæ er að skrá mig hjá 1819. Það sem ég vil er að það fari í gang ferlar og sérstaklega núna og þann tíma sem mun líða þar til vatnsbólið verður öruggt.“ „Vissum að þetta myndi gerast aftur“ Þá segir hún að hún og fleiri íbúar hafi kallað eftir því að sveitarfélagið skaffi vatn til íbúa. Það sé ansi slæmt ef fólk geti ekki treyst þeirri grunnlífæð sem vatnið sé. „Það vantar formlegar leiðir, það vantar kerfisbundin ferli sem verður hluti af lýðheilsuinngripi. Það þarf að ganga úr skugga úr að fólk sem er ekki tengt netmiðlum, sem er kannski félagslega einangrað að það fái vitneskju um hvað sé í gangi með vatnið okkar.“ Hún segir fólk hafa grínast með það sín á milli þegar byrjaði að rigna að nú myndi vatnið mengast. „Við byrjum strax að tala saman og spyrja: „Ertu byrjaður að sjóða?“. Ég hef aldrei hætt að sjóða því ég bara ákvað að innlima þetta bara í mitt hegðunarmynstur til þess að breytingin yrði ekki eins mikil þegar vatnið yrði mengað aftur því við vissum að það myndi mengast aftur.“ Fjarðabyggð Vatn Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í gær var staðfest að E.coli baktería hefði greinst í neysluvatni á Stöðvarfirði en þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem slíkt gerist. Íbúar bæjarins þurfa því að sjóða allt neysluvatn en í tilkynningu Fjarðabyggðar segir að óhætt sé að nota vatnið til annarra athafna þar sem fjöldi gerla mældist innan marka. Von er á mikilli rigningu á svæðinu og mega íbúar því búast við að ástandið verði viðvarandi næstu daga. „Meðvitaður um að þú er að þvo þér upp úr E. Coli vatni“ Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði, segir það valda kvíða þegar rigning sé í kortunum. Íbúar treysti ekki vatnsbólinu og að ástandið hafi mikil áhrif á daglegt líf. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þú ert að tvíhugsa alla vatnsnotkun heima hjá þér, hvað varðar mat, matvæli, þvott, neyslu. Bara frá A til Ö.“ Eva segir fólk hafa veikst nú þegar og að það hafi ekki komið á óvart að þessi staða sé komin upp á nýjan leik. „Það sem ætti að vera rigning, við ættum að hugsa sem gott fyrir gróðurinn og allt það, nú er haustið að koma og það er alltaf tilfinning að það séu nýir tímar, skólar að fara af stað en við á Stöðvarfirði erum meðvituð um það að með þessu kemur möguleikinn og hættan á að vatnið okkar mengist sem hefur núna gerst.“ Var sagt að skrá sig til að fá upplýsingar og vill að Fjarðabyggð skaffi vatn Eva kallar eftir að skipulagður verði íbúafundur og að Fjarðabyggð nýti allar leiðir til að veita íbúum upplýsingar. Hún hrósar þó sveitarfélaginu fyrir aðgerðir sem hafi verið farið í síðan sýking kom upp síðast. „Ég hef vitneskju um aðgerðir út frá fundargerðum sem ég þurfti að sækja sjálf í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar. Núna sé ég á Austurfrétt hvaða aðgerðir eru í gangi en þau hafa alrdrei sagt okkur bæjarbúum,“ sagði Eva og bætti við að í gær hafi hún verið í bíl með kollega sem fengið hafi textaskilaboð um að mengun væri í vatninu en sjálf hafi hún engin skilaboð fengið. „Ég læt þau vita á samfélagsmiðlum og spyr hvað þau ætli að gera til að hver og einn einasti íbúi á Stöðvarfirði sé viss um hvað sé í gangi. Svörin sem ég fæ er að skrá mig hjá 1819. Það sem ég vil er að það fari í gang ferlar og sérstaklega núna og þann tíma sem mun líða þar til vatnsbólið verður öruggt.“ „Vissum að þetta myndi gerast aftur“ Þá segir hún að hún og fleiri íbúar hafi kallað eftir því að sveitarfélagið skaffi vatn til íbúa. Það sé ansi slæmt ef fólk geti ekki treyst þeirri grunnlífæð sem vatnið sé. „Það vantar formlegar leiðir, það vantar kerfisbundin ferli sem verður hluti af lýðheilsuinngripi. Það þarf að ganga úr skugga úr að fólk sem er ekki tengt netmiðlum, sem er kannski félagslega einangrað að það fái vitneskju um hvað sé í gangi með vatnið okkar.“ Hún segir fólk hafa grínast með það sín á milli þegar byrjaði að rigna að nú myndi vatnið mengast. „Við byrjum strax að tala saman og spyrja: „Ertu byrjaður að sjóða?“. Ég hef aldrei hætt að sjóða því ég bara ákvað að innlima þetta bara í mitt hegðunarmynstur til þess að breytingin yrði ekki eins mikil þegar vatnið yrði mengað aftur því við vissum að það myndi mengast aftur.“
Fjarðabyggð Vatn Vatnsból Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira