„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. september 2025 21:52 Arnar stóð á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í fyrsta sinn sem þjálfari í kvöld. vísir / anton brink Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. „Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira