Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 16:00 Vlódómír Selenskí og Emmanuel Macron, forsetar Úkraínu og Frakklands. AP/Ludovic Marin Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði frá þessu á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, eftir leiðtogafund í París í dag. Hann sagði að smáatriði varðandi samkomulagið sem hafi náðst í dag væri trúnaðarmál, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu France24 segir að talið sé að öryggistryggingar feli meðal annars í sér viðveru evrópskra hermanna í Úkraínu og þjálfun úkraínskra hermanna. Fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Úkraínu ætli sér, með stuðningi Evrópu, að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu. Markmiðið sé að gera Úkraínu að einskonar „stálbroddgelti“ og koma þannig í veg fyrir aðra innrás Rússa, takist að binda enda á yfirstandandi innrás. Sjá einnig: Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Það tók Macron undir á blaðamannafundinum eftir fundinn í dag. Hann sagði að engar takmarkanir yrðu settar á úkraínska herinn varðandi stærð eða fjölda vopnakerfa, eins og Rússar hafa krafist. Upptöku France24 af blaðamannafundinum í dag má sjá hér að neðan. Vill ekki að Evrópuríki kaupi olíu af Rússlandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sótti hluta fundarins gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði gerði öðrum þjóðarleiðtogum fundarins ljóst að óásættanlegt væri að Evrópuríki væru enn að kaupa olíu frá Rússlandi. Þannig tækju þau ríki þátt í að fjármagna stríðsrekstur Rússa í heimsálfunni. Þar er helst um að ræða Ungverjaland og Slóvakíu. Ráðamenn þar hafa brugðist reiður við árásum Úkraínumanna á olíuleiðslu sem liggur frá Rússlandi, til þessara ríkja í gegnum Úkraínu, og hafa meðal annars kvartað til Trumps. Umræddar árásir voru meðal annars gerðar á dælustöðvar í Rússlandi. Sjá einnig: Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Þá hefur Guardian eftir Alexander Stubb, forseta Finnlands, að Trump hafi lýst yfir vilja til að taka loks höndum saman með Evrópu í hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Meðal annars kæmi til greina að beina þessum aðgerðum gegn sölu Rússa á jarðeldsneyti, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Hingað til hefur Trump ekki viljað herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi, þó hann hafi ítrekað hótað því á undanförnum mánuðum. Fyrst þarf frið Eins og ítrekað hefur verið sagt á undanförnum vikum frá því umræðan um öryggistryggingar fór á flug, þarf fyrst að koma á friði áður en hægt er að tryggja hann. Þar hefur lítill árangur náðst. Selenskí sagði á blaðamannafundinum í París í dag að auka þyrfti þrýsting á Rússa til að fá þá almennilega að samningaborðinu. Enn sem komið er væri lítið sem ekkert sem benti til þess að þeir hefðu áhuga á að binda enda á innrásina. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði í morgun að öryggistryggingar eins og hafa verið til umræðu væru algerlega óásættanlegar fyrir Rússa. Þær tryggðu ekki öryggi Úkraínu heldur ógnuðu öryggi allrar Evrópu. Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sagt að frá þeirra bæjardyrum séð kemur ekki til greina að hermenn frá öðrum ríkjum hafi viðveru í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur meðal annars sagt að öryggistryggingar yrðu að vera veittar á jöfnum grundvelli með aðkomu ríkja eins og Kína, Bandaríkjanna, Bretlandi og Frakklandi. Vísaði hann til viðræðna milli Úkraínumanna og Rússa í Istanbúl árið 2022 en þá áttu Rússar að hafa neitunarvald gegn því að önnur ríki kæmu Úkraínu til aðstoðar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump NATO Evrópusambandið Frakkland Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira