Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 10:10 Alice Weidel og Valkostur fyrir Þýskaland ætla sér stóra hluti í sambandslandskosningunum. Weidel hefur lítið gert til þess að stoppa af samsæriskenningar um dauða frambjóðenda flokksins í fjölmennasta sambandslandinu. Vísir/EPA Samsæriskenningar grassera á samfélagsmiðlum í Þýskalandi vegna þess að sex frambjóðendur á listum hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) hafa andast á síðustu vikum. Lögregla segir engar vísbendingar um nokkuð misjafnt. Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Upphaflega var greint frá því að fjórir frambjóðendur á listum AfD fyrir sambandslandskosningar í Norðurrín-Vestfalíu hefðu andast. Eftir að fregnir bárust af því að tveir varamenn á listum flokksins hefðu einnig farið yfir móðuna miklu fóru samsæriskenningar á flug. Alice Weidel, annar leiðtoga flokksins á landsvísu, gaf þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi með því að deila samfélagsmiðlafærslu um að það væri nær tölfræðilega ómögulegt að svo margir frambjóðendur létust á svo skömmum tíma. Um átján milljónir manna búa í Norðurrín-Vestfalíu sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Um tuttugu þúsund manns eru á framboðslistum flokka í kosningunum sem verða haldnar 14. september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglan segir ýmist um fyrstu fjögur andlátin að þau hafi verið að náttúrulegum orsökum eða að dánarorsök sé ekki gefin upp til að vernda friðhelgi einkalífs aðstandenda. Það sama er uppi á teningnum um andlát varamannanna tveggja. Innanríkisráðuneytið sambandslandsins bendir á að frambjóðendur annarra flokka hafi einnig látist í aðdraganda kosninganna. Næstráðandi AfD í sambandslandinu segir að þær upplýsingar sem hann hefur séð bendi ekki til þess að fótur sé fyrir neinum samsæriskenningum. Hann vilji að andlátin verði rannsökuð ítarlega án þess að það færist strax út í samsæriskenningar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39