Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 10:01 Skjáskot úr mynbandi á hraðbát sem mun hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Southcom Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira