Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Íþróttadeild Sýnar skrifar 1. september 2025 08:35 Á leið til Man City. EPA/FRANCK FIFE Sjaldan verið eins margt spennandi í gangi á lokadegi félagaskiptagluggans á Englandi. Enn er óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn en glugganum hefur verið lokað. Liverpool hefur gert Alexander Isak að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans. Til að fylla skarð Isak hefur Newcastle United keypt Yoane Wissa frá Brentford sem hefur fengið Reiss Nelson á láni frá Arsenal. Hvað Marc Guéhi varðar þá verður hann áfram hjá Palace. Bayern München hefur eftir allt saman fengið framherjann Nicolas Jackson á láni frá Chelsea. Um er að ræða lánsamning með kaupskyldu. Talið er að Chelsea gæti hagnast um nærri tólf milljarða þegar salan fer í gegn næsta sumar. FC Bayern sign Nicolas Jackson on loan from Chelsea ✍️🔗 https://t.co/iSjvJ7gixz#ServusNico pic.twitter.com/UCg8O7Yn7S— FC Bayern (@FCBayernEN) September 1, 2025 Tottenham Hotspur hefur staðfest komu Randal Kolo Muani á láni. Þessi 26 ára gamli franski framherji kemur frá Evrópumeisturum París Saint-Germain. Á síðustu leiktíð lék hann með Juventus á láni og nú mun hann reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni. We are delighted to announce the signing of Randal Kolo Muani on a season-long loan from Paris Saint-Germain ✍️— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 1, 2025 Franska stórliðið hefur þá selt miðjumanninn Carlos Soler til Real Sociedad. Skrifar hann undir samning til ársins 2029. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna hjá Sociedad. 🆕 @carlos10soler, nuevo jugador txuri urdin. Benvingut, Carlos!— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 1, 2025 Manchester City á eftir að staðfesta kaupin á markverðinum Gianluigi Donnarumma og er talið næsta öruggt að það gerist hvað á hverju. Hann er þó sem stendur enn leikmaður Evrópumeistaranna. Það var nóg að gera á skrifstofu Manchester United. Markvörðurinn Senne Lammens er mættur til að leysa markmannsvandræði félagsins. Um er að ræða 23 ára gamlan Belga sem hefur aðeins spilað í heimalandinu til þessa. A warm United welcome to our new goalkeeper: Senne Lammens! 🧤🇧🇪— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2025 Danski framherjinn Rasmus Höjlund er farinn á láni til Ítalíumeistara Napoli. Hann á að fylla skarð Romelu Lukaku sem er að glíma við meiðsli. Real Betis hefur þá fest kaup Antony. Ungi bakvörðurinn Harry Amass hefur þá gengið í raðir B-deildarliðsins Sheffield Wednesday á láni. Antony has moved to Real Betis in a permanent transfer. We thank Antony for his efforts during his time as a Red and wish him the best of luck for the future 🤝— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2025 Victor Lindelöf, fyrrverandi miðvörður Man United, samdi við Aston Villa. Fyrrverandi samherji hans, Jadon Sancho, er svo mættur til Villa á láni. Sömu sögu er að segja af Harvey Elliott, leikmanni Liverpool. Aston Villa is delighted to announce the signing of Jadon Sancho from Manchester United. The England international joins Villa on a season-long loan.— Aston Villa (@AVFCOfficial) September 1, 2025 Arsenal hefur lánað Jakub Kiwior til Porto. Portúgalska félagið þarf svo að kaupa leikmanninn næsta sumar. Kiwior gekk í raðir Arsenal í janúar árið 2023 og spilaði samtals 68 leiki fyrir Skytturnar. Á sama tíma hefur Arsenal staðfest komu Piero Hincapie frá Bayer Leverkusen. Hann kemur á láni út tímabilið með möguleika á kaupum næsta sumar. Hann er áttundi leikmaðurinn sem Skytturnar fá í sínar raðir. The final piece of the puzzle 🧩Piero Hincapie is a Gunner 🤝 pic.twitter.com/eqLasc4AVz— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2025 Fabio Viera og Sambi Lokanga hafa svo verið sendir frá Arsenal til nýliða Hamburg á láni. Þýska félagið getur svo fest kaup á tvíeykinu næsta sumar. Önnur félagaskipti Fulham seldi Martial Godo til Strasbourg og keypti Kevin frá Shakhtar Donetsk, vængmann frá Brasilíu, fyrir 5,8 milljarða íslenskra króna. Samuel Chukwueze er svo kominn á láni frá AC Milan. Tyrique George mun hins vegar ekki ganga í raðir Fulham frá Chelsea. Úlfarnir keyptu Tolu Arokodare frá Genk í Belgíu fyrir nærri fjóra milljarða íslenskra króna. Brighton & Hove Albion lánaði Facundo Buonanotte til Chelsea, Igor Julio til West Ham United og Jeremy Sarmiento til Cremonese. Ben Chilwell hefur loks yfirgefið Chelsea. Hann gengur til liðs við Strasbourg sem er undir sama eignarhaldi og Chelsea. Raheem Sterling og Axel Disasi eru hins vegar enn leikmenn Chelsea eftir að hafa verið orðaðir frá félaginu í allt sumar. Chelsea hefur þá kallað framherjann Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland þar sem Liam Delap er meiddur. Sunderland hefur í staðinn fengið Brian Brobbey frá Ajax og hollenska félagið er að sækja Kasper Dolberg til að fylla skarð Brobbey. Sunderland hefur keypt Bertrand Traoré. Hann kemur frá Ajax. Bournemouth hefur fengið Álex Jiménez á láni frá AC Milan. Táningurinn Veljko Milosavljević var svo keyptur frá Rauðu stjörnunni. Darko Churlinov er genginn í raðir Burnley líkt og Florentino Luis. Nottingham Forest hefur keypt vinstri bakvörðinn Cuiabano frá Botafogo. Um er að ræða annan leikmanninn á jafn mörgum dögum sem Forest kaupir frá Botafogo. Í gær var staðfest að Forest hefði keypt markvörðinn John Victor. Rétt fyrir lok gluggans tókst Forest að næla í Oleksandr Zinchenko á láni frá Arsenal. Hinn franski Odsonne Edouard hefur yfirgefið Crystal Palace fyrir Lens í heimalandinu. Miðvörðurinn Jaydee Canvot er genginn í raðir félagsins frá Toulouse í Frakklandi. Þá hefur Crystal Palace keypt Christantus Uche. Everton hefur fengið miðjumanninn Merlin Rohl á láni frá Freiburg sem spilar í efstu deild Þýskalands. Everton getur keypt hinn 23 ára gamla Rohl næsta sumar. Tottenham hefur selt vængmanninn Bryan Gil til Girona. Hann gekk í raðir Spurs árið 2021 en náði sér aldrei á strik í ensku deildinni. Nicolo Zaniolo elskar að skipta um félög og hefur nú samið við Udinese. Hann hefur leikið fyrir Inter, Roma, Galatasaray, Aston Villa, Atalanta og Fiorentina. Dele Alli hefur rift samningi sínum við Como í Serie A, efstu deild Ítalíu, eftir aðeins einn leik. Adrien Rabiot er genginn í raðir AC Milan. Hann kemur frá Marseille þar sme hann lenti í slagsmálum við Jonathan Rowe á æfingu í síðasta mánuði. Rowe hefur verið seldur til Bologna. Hér að neðan má sjá beina textalýsingu Vísis frá því helsta sem gerðist í dag.
Liverpool hefur gert Alexander Isak að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans. Til að fylla skarð Isak hefur Newcastle United keypt Yoane Wissa frá Brentford sem hefur fengið Reiss Nelson á láni frá Arsenal. Hvað Marc Guéhi varðar þá verður hann áfram hjá Palace. Bayern München hefur eftir allt saman fengið framherjann Nicolas Jackson á láni frá Chelsea. Um er að ræða lánsamning með kaupskyldu. Talið er að Chelsea gæti hagnast um nærri tólf milljarða þegar salan fer í gegn næsta sumar. FC Bayern sign Nicolas Jackson on loan from Chelsea ✍️🔗 https://t.co/iSjvJ7gixz#ServusNico pic.twitter.com/UCg8O7Yn7S— FC Bayern (@FCBayernEN) September 1, 2025 Tottenham Hotspur hefur staðfest komu Randal Kolo Muani á láni. Þessi 26 ára gamli franski framherji kemur frá Evrópumeisturum París Saint-Germain. Á síðustu leiktíð lék hann með Juventus á láni og nú mun hann reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni. We are delighted to announce the signing of Randal Kolo Muani on a season-long loan from Paris Saint-Germain ✍️— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 1, 2025 Franska stórliðið hefur þá selt miðjumanninn Carlos Soler til Real Sociedad. Skrifar hann undir samning til ársins 2029. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna hjá Sociedad. 🆕 @carlos10soler, nuevo jugador txuri urdin. Benvingut, Carlos!— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) September 1, 2025 Manchester City á eftir að staðfesta kaupin á markverðinum Gianluigi Donnarumma og er talið næsta öruggt að það gerist hvað á hverju. Hann er þó sem stendur enn leikmaður Evrópumeistaranna. Það var nóg að gera á skrifstofu Manchester United. Markvörðurinn Senne Lammens er mættur til að leysa markmannsvandræði félagsins. Um er að ræða 23 ára gamlan Belga sem hefur aðeins spilað í heimalandinu til þessa. A warm United welcome to our new goalkeeper: Senne Lammens! 🧤🇧🇪— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2025 Danski framherjinn Rasmus Höjlund er farinn á láni til Ítalíumeistara Napoli. Hann á að fylla skarð Romelu Lukaku sem er að glíma við meiðsli. Real Betis hefur þá fest kaup Antony. Ungi bakvörðurinn Harry Amass hefur þá gengið í raðir B-deildarliðsins Sheffield Wednesday á láni. Antony has moved to Real Betis in a permanent transfer. We thank Antony for his efforts during his time as a Red and wish him the best of luck for the future 🤝— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2025 Victor Lindelöf, fyrrverandi miðvörður Man United, samdi við Aston Villa. Fyrrverandi samherji hans, Jadon Sancho, er svo mættur til Villa á láni. Sömu sögu er að segja af Harvey Elliott, leikmanni Liverpool. Aston Villa is delighted to announce the signing of Jadon Sancho from Manchester United. The England international joins Villa on a season-long loan.— Aston Villa (@AVFCOfficial) September 1, 2025 Arsenal hefur lánað Jakub Kiwior til Porto. Portúgalska félagið þarf svo að kaupa leikmanninn næsta sumar. Kiwior gekk í raðir Arsenal í janúar árið 2023 og spilaði samtals 68 leiki fyrir Skytturnar. Á sama tíma hefur Arsenal staðfest komu Piero Hincapie frá Bayer Leverkusen. Hann kemur á láni út tímabilið með möguleika á kaupum næsta sumar. Hann er áttundi leikmaðurinn sem Skytturnar fá í sínar raðir. The final piece of the puzzle 🧩Piero Hincapie is a Gunner 🤝 pic.twitter.com/eqLasc4AVz— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2025 Fabio Viera og Sambi Lokanga hafa svo verið sendir frá Arsenal til nýliða Hamburg á láni. Þýska félagið getur svo fest kaup á tvíeykinu næsta sumar. Önnur félagaskipti Fulham seldi Martial Godo til Strasbourg og keypti Kevin frá Shakhtar Donetsk, vængmann frá Brasilíu, fyrir 5,8 milljarða íslenskra króna. Samuel Chukwueze er svo kominn á láni frá AC Milan. Tyrique George mun hins vegar ekki ganga í raðir Fulham frá Chelsea. Úlfarnir keyptu Tolu Arokodare frá Genk í Belgíu fyrir nærri fjóra milljarða íslenskra króna. Brighton & Hove Albion lánaði Facundo Buonanotte til Chelsea, Igor Julio til West Ham United og Jeremy Sarmiento til Cremonese. Ben Chilwell hefur loks yfirgefið Chelsea. Hann gengur til liðs við Strasbourg sem er undir sama eignarhaldi og Chelsea. Raheem Sterling og Axel Disasi eru hins vegar enn leikmenn Chelsea eftir að hafa verið orðaðir frá félaginu í allt sumar. Chelsea hefur þá kallað framherjann Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland þar sem Liam Delap er meiddur. Sunderland hefur í staðinn fengið Brian Brobbey frá Ajax og hollenska félagið er að sækja Kasper Dolberg til að fylla skarð Brobbey. Sunderland hefur keypt Bertrand Traoré. Hann kemur frá Ajax. Bournemouth hefur fengið Álex Jiménez á láni frá AC Milan. Táningurinn Veljko Milosavljević var svo keyptur frá Rauðu stjörnunni. Darko Churlinov er genginn í raðir Burnley líkt og Florentino Luis. Nottingham Forest hefur keypt vinstri bakvörðinn Cuiabano frá Botafogo. Um er að ræða annan leikmanninn á jafn mörgum dögum sem Forest kaupir frá Botafogo. Í gær var staðfest að Forest hefði keypt markvörðinn John Victor. Rétt fyrir lok gluggans tókst Forest að næla í Oleksandr Zinchenko á láni frá Arsenal. Hinn franski Odsonne Edouard hefur yfirgefið Crystal Palace fyrir Lens í heimalandinu. Miðvörðurinn Jaydee Canvot er genginn í raðir félagsins frá Toulouse í Frakklandi. Þá hefur Crystal Palace keypt Christantus Uche. Everton hefur fengið miðjumanninn Merlin Rohl á láni frá Freiburg sem spilar í efstu deild Þýskalands. Everton getur keypt hinn 23 ára gamla Rohl næsta sumar. Tottenham hefur selt vængmanninn Bryan Gil til Girona. Hann gekk í raðir Spurs árið 2021 en náði sér aldrei á strik í ensku deildinni. Nicolo Zaniolo elskar að skipta um félög og hefur nú samið við Udinese. Hann hefur leikið fyrir Inter, Roma, Galatasaray, Aston Villa, Atalanta og Fiorentina. Dele Alli hefur rift samningi sínum við Como í Serie A, efstu deild Ítalíu, eftir aðeins einn leik. Adrien Rabiot er genginn í raðir AC Milan. Hann kemur frá Marseille þar sme hann lenti í slagsmálum við Jonathan Rowe á æfingu í síðasta mánuði. Rowe hefur verið seldur til Bologna. Hér að neðan má sjá beina textalýsingu Vísis frá því helsta sem gerðist í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira