Vara við svikapóstum í þeirra nafni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 20:33 Fölsk auglýsing er í dreifingu í nafni Hagkaupa. Vísir/Vilhelm Hagkaup varar við svikapóstum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem notendum er boðið að svara stuttri könnun gegn því að fá kassa af ilmvötnum. „Við höfum fengið fregnir af því að svikapóstar séu í dreifingu í okkar nafni. Við viljum ítreka að við myndum aldrei biðja um greiðslu eða kortaupplýsingar í tengslum við gjafaleiki eða aðrar kynningar,“ stendur í tilkynningu á Facebook-síðu Hagkaupa. Á skjáskoti sem fylgir færslunni sést auglýsing undir formerkjum Ilmhússins þar sem fólk er hvatt til að svara könnun á heimasíðu og fá í staðinn kassa af ilmvötnum. Þar fylgir mynd af konu sem heldur á kassa með myndum af alls konar myndböndum. Svo virðist sem myndin sé búin til af gervigreind. Við nánari athugun virðist Facebook-síða Ilmhússins hafa verið búin til fyrr í dag. Undir umræddri færslu eru átta athugasemdir þar sem fólk lofsamar ilmvötnin og birtir myndir af þeirra setningu. Í athugasemdunum stendur til að mynda „Mjög góð ilmvatn“ og „Frábært sett! Pantaði það sem gjöf og öllum fannst ilmvatnið æðislegt.“ „Við hvetjum alla til að fara varlega, svara ekki slíkum póstum og smella ekki á tengla í þeim. Ef þú ert í vafa, vinsamlegast hafðu beint samband við okkur,“ segir í tilkynningu Hagkaupa. Hagkaup eru ekki þau fyrstu sem lenda í því að fölskum myndum sé deilt. Til að mynda var djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi dreift þar sem til að mynda Halla Tómasdóttir mælti með óljósum fjárfestingakostum. Gervigreind Tækni Netöryggi Netglæpir Matvöruverslun Tengdar fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28. júlí 2025 22:08 Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27. júlí 2025 19:27 „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13. ágúst 2025 07:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
„Við höfum fengið fregnir af því að svikapóstar séu í dreifingu í okkar nafni. Við viljum ítreka að við myndum aldrei biðja um greiðslu eða kortaupplýsingar í tengslum við gjafaleiki eða aðrar kynningar,“ stendur í tilkynningu á Facebook-síðu Hagkaupa. Á skjáskoti sem fylgir færslunni sést auglýsing undir formerkjum Ilmhússins þar sem fólk er hvatt til að svara könnun á heimasíðu og fá í staðinn kassa af ilmvötnum. Þar fylgir mynd af konu sem heldur á kassa með myndum af alls konar myndböndum. Svo virðist sem myndin sé búin til af gervigreind. Við nánari athugun virðist Facebook-síða Ilmhússins hafa verið búin til fyrr í dag. Undir umræddri færslu eru átta athugasemdir þar sem fólk lofsamar ilmvötnin og birtir myndir af þeirra setningu. Í athugasemdunum stendur til að mynda „Mjög góð ilmvatn“ og „Frábært sett! Pantaði það sem gjöf og öllum fannst ilmvatnið æðislegt.“ „Við hvetjum alla til að fara varlega, svara ekki slíkum póstum og smella ekki á tengla í þeim. Ef þú ert í vafa, vinsamlegast hafðu beint samband við okkur,“ segir í tilkynningu Hagkaupa. Hagkaup eru ekki þau fyrstu sem lenda í því að fölskum myndum sé deilt. Til að mynda var djúpfölsuðu gervigreindarmyndbandi dreift þar sem til að mynda Halla Tómasdóttir mælti með óljósum fjárfestingakostum.
Gervigreind Tækni Netöryggi Netglæpir Matvöruverslun Tengdar fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28. júlí 2025 22:08 Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27. júlí 2025 19:27 „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13. ágúst 2025 07:28 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. 28. júlí 2025 22:08
Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. 27. júlí 2025 19:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ 13. ágúst 2025 07:28