Enski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki af­sökunar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Kavanagh virðist hafa sett Bruno Fernandes út af laginu er hann rakst utan í hann áður en Portúgalinn tók vítaspyrnu gegn Fulham.
Chris Kavanagh virðist hafa sett Bruno Fernandes út af laginu er hann rakst utan í hann áður en Portúgalinn tók vítaspyrnu gegn Fulham. getty/Catherine Ivill

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að dómari leiksins gegn Fulham hafi átt þátt í að hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Leikurinn á Craven Cottage í gær endaði með 1-1 jafntefli. United komst yfir með sjálfsmarki Rodrigos Muniz á 58. mínútu en Emile Smith-Rowe jafnaði fyrir Fulham stundarfjórðungi síðar.

Klippa: Fulham 1-1 Man. Utd.

Fernandes fékk tækifæri til koma United yfir í fyrri hálfleik en skaut yfir úr vítaspyrnu. Áður en Portúgalinn tók spyrnuna rakst dómarinn Chris Kavanagh utan í hann. Fernandes var ósáttur við að Kavanagh hafi ekki beðist afsökunar á því. 

„Ég var pirraður. Vítaskyttur eru með ákveðna rútínu, hluti sem þeir gera. Þetta truflaði mig því dómarinn baðst ekki afsökunar,“ sagði Fernandes eftir leikinn.

„Það fór í taugarnar á mér á þessu augnabliki en það er ekki afsökun fyrir því að hafa klúðrað vítinu. Ég hitti boltann illa. Ég setti fótinn undir boltann og þess fór hann yfir.“

United er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn nýliðum Burnley á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×