Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:00 Bjarki Gunnlaugsson er á því að Alexander Isak verði fljótlega orðinn leikmaður Liverpool. Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira