Wirtz strax kominn á hættusvæði Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 09:07 Á að halda Florian Wirtz eða selja? Strákarnir í Fantasýn hafa mikla reynslu af fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar og sögðu sína skoðun. Getty/Sýn Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik. Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03