„Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2025 12:03 Albert Jónsson segir fundinn sem slíkan hafa verið góðan, en litlar líkur séu á að vopnahlé komist á. Rússar muni ekki samþykkja þær öryggistryggingar sem ræddar hafi verið til handa Úkraínu, og þar strandi málið. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi. Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira