Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2025 10:28 Lögregluþjónar í þingsal í Texas í gær. Þeir hafa fylgt þingmönnum Demókrataflokksins eftir. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi í Texas sneru aftur heim í gærkvöldi og þurfa nú að sæta eftirliti lögregluþjóna, svo þeir flýi ekki aftur og svo Repúblikanar geti gert mjög umdeildar breytingar á kjördæmum ríkjanna. Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Rúmlega fimmtíu ríkisþingmenn Demókrataflokksins höfðu flúið Texas til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu samþykkt frumvarp um breytt kjördæmi í ríkinu sem markvisst er ætlað að fækka kjördæmum sem Demókratar þykja líklegir til að sigra í og þar með fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um fimm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur þrýst á Repúblikana í fleiri ríkjum að gera svipaðar breytingar, með því markmið að bæta stöðu flokksins fyrir þingkosningar á næsta ári og tryggja að Demókratar nái ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og hefur oft gerst í þingkosningum á miðju kjörtímabili forseta. Demókratar hafa hótað því að grípa til sambærilegra aðgerða í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn en Repúblikanar hafa yfirhöndina. Eftir að þingmennirnir flúðu Texas gáfu Repúblikanar út handtökuskipanir á hendur þeim og reyndu að bola minnst einum þingmanni úr sæti sínu, svo eitthvað sé nefnt. Sérstökum þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, kallaði til lauk á föstudaginn og sneru margir af Demókrötunum því aftur í gær, samkvæmt Texas Tribune. Nógu margir til að hægt væri að kalla saman þing á nýjan leik en hundrað þingmenn af 150 þarf til að þingfundur sé lögmætur. Abbott kallaði þá strax þingmenn saman aftur og greip til aðgerða til að koma í veg fyrir að Demókratar geti flúið á nýjan leik. Stuðningsmenn Demókrata fögnuðu þeim í gær.AP/Stephen Spillman Meðal annars er þeim fylgt eftir af lögregluþjónum í þinghúsinu og þeir hafa einnig verið þvingaðir til að samþykkja eftirlit, vilji þeir fara út úr þingsal. Einn þingmaður neitaði, samkvæmt AP fréttaveitunni, og var í þingsal í alla nótt. Lögregluþjónar hafa beðið eftir þingmönnum fyrir utan skrifstofur þeirra og einn segir lögregluþjón, sem hafði varið mestum deginum á sófa inn á skrifstofu hennar, hafa elt hana heim. Hann elti hana líka í hádegismat og fylgdi henni eftir þegar hún fór á klósettið.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira