Fótbolti

Ronaldo trú­lofaður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Georgina Rodríguez, unnusta Cristianos Ronaldo, sýndi veglegan trúlofunarhring á Instagram.
Georgina Rodríguez, unnusta Cristianos Ronaldo, sýndi veglegan trúlofunarhring á Instagram.

Cristiano Ronaldo, leikja- og markahæsti landsliðsmaður sögunnar, er trúlofaður. Unnusta hans, Georgina Rodríguez, greindi frá þessu á Instagram í gær.

Ronaldo og Rodríguez hafa verið saman í átta ár en eru nú loks á leið upp að altarinu.

Þau eiga fjögur börn saman; tvíburana Evu Mariu og Mateo, Alönu og Bellu. Tvíburabróðir Bellu lést skömmu eftir að hann fæddist. Fyrir átti Ronaldo einn son, Cristiano Ronaldo yngri, sem fæddist 2010.

Ronaldo leikur með Al-Nassr í Sádi-Arabíu og hefur gert frá því í ársbyrjun 2023. Hann hefur einnig leikið með Sporting, Manchester United, Real Madrid og Juventus á einstökum ferli.

Hinn fertugi Ronaldo hefur leikið 221 landsleik fyrir Portúgal og skorað 138 mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti landsliðsmaður fótboltasögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×