Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 13:50 Fjölmenni vottaði fjölmiðlamönnunum drepnu virðingu sína í útför þeirra sem fór fram í dag. AP Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12