„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 12:59 Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Vísir/samsett Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira