Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2025 06:28 Anthony Albanese er forsætisráðherra Ástralíu. EPA Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese. Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Þetta segir Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, en tilkynningin kemur í kjölfar sömu fyrirætlana stjórnvalda í Bretlandi, Frakklandi, Nýja-Sjálandi, Japan og Kanada. Albanese segir að áströlsk stjórnvöld hafi fengið loforð frá heimastjórn Palesínumanna, meðal annars um að afvopnast, að fram fari frjálsar þingkosningar og að palestínsk stjórnvöld haldi áfram að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis. „Tveggja ríkja lausn er besta von mannkyns til að brjótast úr vítahring ofbeldis í Miðausturlöndum og binda enda á átökin, þjáninguna og hungursneyðina á Gasa,“ sagði Albanese fyrr í dag. Síaukinn þrýstingur BBC segir frá því að fulltrúar Ísraelsríkis, sem eru nú undir síauknum þrýstingi að binda enda á stríðsrekstur sinn í Palestínu, segi að með ákvörðun um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna sé verið að „umbuna hryðjuverk“. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínumanna hafa nú rúmlega 61 þúsund manns látið lífið frá upphafi stríðsreksturs Ísraelsmanna sem hófst í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas-liða í október 2023 þar sem 1.200 manns létu lífið og rúmlega 250 manns voru teknir í gíslingu. Þá segja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins að fimm manns hafi látið lífið af völdum hungurs og næringarskorts síðan á laugardag og er heildarfjöldi þeirra sem hafi látist vegna hungursneyðarinnar kominn í 217. Án aðkomu Hamas Anthonu Albanese segir að Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, hafi fullvissað hann um að Hamas-samtökin muni ekki koma að framtíðarríki Palestínumanna. Slík fullvissa hafi áhrif á ákvörðun Ástralíustjórnar. „Nú er tækifæri og Ástralía mun vinna með alþjóðasamfélaginu að því að grípa það,“ segir Albanese.
Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00 Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10. ágúst 2025 23:00
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. 10. ágúst 2025 14:02