Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 23:00 Lík al-Sharif var illa útleikið eftir sprenginguna. Getty Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira
Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira