Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 14:31 Claudia Sheinbaum forseti Mexíkó. EPA Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. „Bandaríkin munu ekki koma hingað til Mexíkó með herinn. Við vinnum saman, og að sameiginlegum markmiðum, en það verður engin innrás. Við útilokum það algjörlega,“ segir Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. New York Times greindi frá áformum Trumps í gær, en fram kom að aðgerðinar beindust gegn glæpasamtökum sem ríkisstjórn hans hafði skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggði grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Í svari við fyrirspurn BBC til Hvíta Hússins um málið var engu svarað um áformin, en sagt var að höfuðáhersla Trumps væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump skrifaði undir forsetatilskipun fyrr á þessu ári, þar sem átta eiturlyfjaglæpasamtök voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök, en þar af voru sex frá Mexíkó. Claudia Sheinbaum segir að ríkisstjórn hennar viti af væntanlegum boðuðum aðgerðum Trumps gegn glæpasamtökunum, en þær hefðu ekkert með herinn að gera. „Það er einfaldlega ekki hluti af samkomulaginu, langt því frá. Þegar þetta hefur komið upp, höfum við alltaf svarað neitandi.“ Áður hefur hún sagt að ákvörðun Trumps um að skilgreina glæpahringina sem hryðjuverkasamtök megi ekki verða tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að grafa undan fullveldi Mexíkó. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að skilgreining glæpahringjanna sem hryðjuverkasamtök auðveldi til að mynda leyniþjónustu Bandaríkjanna að afla upplýsinga um þá. Síðast í maí þá hafnaði Claudia boði Trumps Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða í baráttunni við glæpagengi. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
„Bandaríkin munu ekki koma hingað til Mexíkó með herinn. Við vinnum saman, og að sameiginlegum markmiðum, en það verður engin innrás. Við útilokum það algjörlega,“ segir Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. New York Times greindi frá áformum Trumps í gær, en fram kom að aðgerðinar beindust gegn glæpasamtökum sem ríkisstjórn hans hafði skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Skipunin leggði grunn að mögulegum árásum og áhlaupum á sjó og innan landamæra annarra ríkja. Í svari við fyrirspurn BBC til Hvíta Hússins um málið var engu svarað um áformin, en sagt var að höfuðáhersla Trumps væri að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump skrifaði undir forsetatilskipun fyrr á þessu ári, þar sem átta eiturlyfjaglæpasamtök voru skilgreind sem hryðjuverkasamtök, en þar af voru sex frá Mexíkó. Claudia Sheinbaum segir að ríkisstjórn hennar viti af væntanlegum boðuðum aðgerðum Trumps gegn glæpasamtökunum, en þær hefðu ekkert með herinn að gera. „Það er einfaldlega ekki hluti af samkomulaginu, langt því frá. Þegar þetta hefur komið upp, höfum við alltaf svarað neitandi.“ Áður hefur hún sagt að ákvörðun Trumps um að skilgreina glæpahringina sem hryðjuverkasamtök megi ekki verða tækifæri fyrir Bandaríkjamenn að grafa undan fullveldi Mexíkó. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að skilgreining glæpahringjanna sem hryðjuverkasamtök auðveldi til að mynda leyniþjónustu Bandaríkjanna að afla upplýsinga um þá. Síðast í maí þá hafnaði Claudia boði Trumps Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða í baráttunni við glæpagengi.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira