Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 15:00 Kjartan Henry var hugsað til van Persie þegar hann skoraði frægt mark í Vestmannaeyjum sumarið 2014. Samsett/Vísir/Getty Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira
Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira
Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03