Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 16:12 Donald Trump og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann. Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann.
Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira