Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 23:15 Á leið til Manchester? Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft? Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira
Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Sjá meira