Enski boltinn

Newcastle hafnar til­boði Liverpool

Valur Páll Eiríksson skrifar
Isak virðist lítinn áhuga hafa á því að spila áfram í svarthvítu en Newcastle ekki síður óspenntir fyrir því að sleppa framherjanum.
Isak virðist lítinn áhuga hafa á því að spila áfram í svarthvítu en Newcastle ekki síður óspenntir fyrir því að sleppa framherjanum. Visionhaus/Getty Images

Newcastle hefur hafnað fyrsta formlega tilboði Liverpool í framherjann Alexander Isak. Frá þessu greina breskir miðlar.

Þreifingar hafa verið milli liðanna tveggja um hríð og Isak hefur æft einn á æfingasvæði fyrrum félags síns Real Sociedad þar sem hann neitaði að fara í æfingaferð Newcastle til Asíu. 

Newcastle hefur reynt að bjóða Isak nýjan samning með klásúlu um söluverð næsta sumar. Krafa hans um brottför er aftur á móti skýr og er hann sagður einungis vilja fara til Liverpool.

Newcastle er í erfiðri stöðu á markaðnum og hefur lítið sem ekkert gengið í framherjaleit. Fari Isak á brott verða framherjarnir tveir sem liðið þarf að sækja og versnar samningsstaðar félagsins gagnvart öðrum félögum sífellt með hverjum deginum sem líður - ekki síður ef 120 milljónir skila sér í kassann á Norður-Englandi.

Liverpool lagði fram formlegt tilboð en samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic hafnaði Newcastle því tilboði.

Ekki kemur fram hversu háa upphæð var um að ræða.


Tengdar fréttir

Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins?

Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins.

Liðin sem verða að gera betur á markaðnum

Misvel gengur hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni að styrkja leikmannahópa sína fyrir komandi leiktíð. Englandsmeistarar Liverpool hafa stolið flestum fyrirsögnum, líkt og silfurlið Arsenal, á meðan öðrum virðist ganga hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×