Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn brasilíska landsliðsins. Getty/ Bradley Kanaris Ef það er eitthvað sem er hægt að ganga að vísu þá er það að Brasilíumenn mæta í stórum og litríkum hópum til að styðja við bakið á sínu liði á heimsmeistaramótunum í fótbolta. Kannski þó ekki mikið lengur. Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes) HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Sjá meira
Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins gætu orðið fórnarlamb þess slæma milliríkjasambands sem ríkir nú á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og núverandi leiðtoga Brasilíu. CNN í Brasilíu slær því upp að svo gæti hreinlega farið að Trump bannaði Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta í Bandaríkjunum næsta sumar. Stuðningsmennirnir yrðu samt ekki beint skotmark hjá Trump heldur myndi hann banna öll brasilísk vegabréf í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar sagt að hann ætli að leggja fimmtíu prósenta tolla á vörur framleiddar í Brasilíu, meðal annars vegna „nornaveiða“ á fyrrverandi forseta Brasilíu. Hann tilkynnti áformin í tollabréfi sem hann deilir á samfélagsmiðlum, en í færslunni sakaði han stjórnvöld í Brasilíu um „árásir“ á bandarísk tæknifyrirtæki og sögðu stjórnvöld þar standa fyrir „nornaveiðum“ gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro, sem er bandamaður Trumps of bendlaður við öfga hægrið. Svo gæti farið að deilurnar stigmagnist eins og er oft sagan með Trump og Brasilíumenn óttast núna að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin. CNN leitaði eftir viðbrögðum frá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA og forseta þess Gianni Infantino en fékk engin svör. Infantino og Trump eru miklir mátar og Bandaríkjaforseti var heiðursgestur á úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum. Brasilía hefur verið með á öllum heimsmeistaramótum sögunnar í karlaflokki og unnið oftast allra þjóða eða fimm sinnum (1958, 1962, 1970, 1994 og 2002). View this post on Instagram A post shared by CNN Esportes (@cnnesportes)
HM 2026 í fótbolta Donald Trump Brasilía Bandaríkin Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Sjá meira