Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 07:31 Tom Brady var ekki aðdáandi vinnubragða Wayne Rooney hjá Birmingham og enska goðsögnina var rekinn eftir tæpa þrjá mánuði. Getty/Chris Brunskill/Jonathan Moscrop Tom Brady var ekkert bara upp á punt þegar kemur að enska fótboltaliðinu Birmingham City. Þessi NFL goðsögn hafði sterkar skoðanir á stjóra og leikmönnum félagsins. Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc) Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc)
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira