Nýtt undrabarn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 16:03 Stuðningsmenn Arsenal vonast örugglega til að sjá miklu meira af hinum fimmtán ára Max Dowman á komandi tímabili eftir tilþrifin sem strákurinn sýndi um helgina. Getty/David Price Þetta var góð helgi fyrir Arsenal því félagið er loksins kominn með alvöru níu eftir kaupin á Viktor Gyökeres. Liðið vann líka sigur á Newcastle United og heldur því áfram að vinna leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta eru margir stuðningsmenn Arsenal að ræða allt annað eftir þessa helgi. Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira