Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:12 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ræddi þinglokin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira