Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:12 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ræddi þinglokin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira