Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2025 12:22 Bedúínar standa fyrir framan verslun sem varð eldi að bráð í þorpinu Mazraa í útjaðri borgarinnar Sweida í gær. AP/Ghaith Alsayed Ísrael og Sýrland hafa komist að samkomulagi um vopnahlé eftir að Ísrael blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í þessari viku. Þetta staðhæfir sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands. Yfir 700 eru sagðir hafa farist frá því að blóðug átök brutust út á sunnudag milli hersveita Drúsa og súnní-múslimskra Bedúínaættbálka í Sweida-héraði í suðurhluta Sýrlands. Fulltrúar Ísraels hafa ekki tjáð sig opinberlega um fregnir af vopnahléssamningi. Ahmad al-Sharaa, bráðabirgðaforseti Sýrlands, hefur ekki minnst með beinum hætti á slíkt samkomulag en sagði í dag að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum og Arabaþjóðum hafi átt þátt í því að koma á ró aftur. Stjórnvöld í Sýrlandi höfðu áður samið við Drúsa um vopnahlé en sá samningur náði ekki að binda enda á átökin í Sweida. Var olía á eld átaka Eftir að átök brutust út milli Drúsa og Bedúína á sunnudag skarst Ísrael í leikinn til að verja Drúsa og gerði tugi loftárása á bílalestir stjórnarhermanna og réðst á höfuðstöðvar sýrlenska varnarmálaráðuneytisins í miðborg höfuðborgarinnar Damaskus, ekki fjarri forsetahöllinni. Drúsar tilheyra minnihlutahópi í Ísrael, eru almennt taldir hliðhollir þarlendum stjórnvöldum og gegna margir herþjónustu í Ísrael. Sýrlenski stjórnarherinn hafði þá áður blandað sér inn í átökin í Sweida og kvaðst ætla að koma á reglu á svæðinu. Endaði herinn á því að taka sér stöðu með Bedúínum sem reyndist olía á eld átakanna. Þá hafa hermenn tengdir sýrlenskum stjórnvöldum verið sakaðir um að hafa rænt Drúsum, tekið þá af lífi og borið eld að heimilum þeirra. Skriðdreki sýrlenska hersins sem fluttur var frá Sweida eftir að vopnahléssamkomulagið við Drúsa náðist. AP/Omar Sanadiki Á miðvikudag var búið að semja um vopnahlé milli Drúsa og stjórnvalda í Sýrlandi sem átti að gera Drúsum kleift að viðhalda öryggi í Sweida á meðan stjórnarherinn dró sig út úr héraðinu. Samkomulagið náði ekki til Bedúína og brutust átök þeirra við Drúsa út á ný. Sendu aftur herafla á svæðið Greint frá því í gær að sýrlensk stjórnvöld ætluðu aftur að senda herafla á svæðið til að reyna að binda enda á átökin sem tugþúsundir hafa flúið. Eftir það tilkynnti fulltrúi bandarískra stjórnvalda að samkomulag um vopnahlé hafi náðst milli Sýrlands og Ísraels. Tom Barrack, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands, segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlinum X að nýja vopnahléið milli Ísraels og Sýrlands nyti stuðnings Tyrklands, Jórdaníu og annarra nágrannalanda. Hann kallaði eftir því að Drúsar, Bedúínar og Súnnítar legðu niður vopn sín og tæku ásamt öðrum minnihlutahópum þátt í uppbyggingu nýs sameinaðs Sýrlands. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um hvað meint samkomulag felur í sér. Bardagamenn Bedúína á pallbíl í þorpinu al-Dour í útjaðri borgarinnar Sweida á föstudag.AP/Ghaith Alsayed Árásir Ísraelshers í Sýrlandi til stuðnings Drúsa eru taldar vera ætlaðar sem viðvörun til Ahmad al-Sharaa, bráðabirgðaforseta Sýrlands, og til votts um áhyggjur stjórnvalda í Ísrael af áhrifum átakanna á öryggis- og innanríkismál sín. Ahmad al-Sharaa leiddi hóp íslamska uppreisnarmanna sem steyptu Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra landsins, af stóli en hefur síðan talað fyrir samvinnu ólíkra hópa í Sýrlandi og betri tengslum við Vesturlönd. Reglulega lent í átökum Drúsar tilheyra trúarsamfélagi sem er afsprengi Ísmaelisma, greinar innan sjíta-íslams. AP-fréttaveitan greinir frá því að um það bil eina milljón Drúsa sé að finna um allan heim og meira en helmingur þeirra sé í Sýrlandi. Flestir aðrir Drúsar búa í Líbanon og Ísrael, þar á meðal á Gólanhæðum, sem Ísrael hertók frá Sýrlandi í Miðausturlandastríðinu árið 1967 og innlimaði árið 1981. Drúsar eru í meirihluta í Sweida-héraðinu í Sýrlandi þar sem átökin brutust út en þar er einnig að finna Bedúínaættbálka sem eru súnní-múslimar og hafa reglulega lent í átökum við Drúsa í gegnum árin. Spennan milli þeirra stigmagnaðist síðast þegar meðlimir Bedúínaættbálks í Sweida settu upp eftirlitsstöð, réðust á Drúsamann og rændu hann. Leiddi þetta af sér röð gagnkvæmra árása og mannrána. Sýrland Ísrael Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Yfir 700 eru sagðir hafa farist frá því að blóðug átök brutust út á sunnudag milli hersveita Drúsa og súnní-múslimskra Bedúínaættbálka í Sweida-héraði í suðurhluta Sýrlands. Fulltrúar Ísraels hafa ekki tjáð sig opinberlega um fregnir af vopnahléssamningi. Ahmad al-Sharaa, bráðabirgðaforseti Sýrlands, hefur ekki minnst með beinum hætti á slíkt samkomulag en sagði í dag að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum og Arabaþjóðum hafi átt þátt í því að koma á ró aftur. Stjórnvöld í Sýrlandi höfðu áður samið við Drúsa um vopnahlé en sá samningur náði ekki að binda enda á átökin í Sweida. Var olía á eld átaka Eftir að átök brutust út milli Drúsa og Bedúína á sunnudag skarst Ísrael í leikinn til að verja Drúsa og gerði tugi loftárása á bílalestir stjórnarhermanna og réðst á höfuðstöðvar sýrlenska varnarmálaráðuneytisins í miðborg höfuðborgarinnar Damaskus, ekki fjarri forsetahöllinni. Drúsar tilheyra minnihlutahópi í Ísrael, eru almennt taldir hliðhollir þarlendum stjórnvöldum og gegna margir herþjónustu í Ísrael. Sýrlenski stjórnarherinn hafði þá áður blandað sér inn í átökin í Sweida og kvaðst ætla að koma á reglu á svæðinu. Endaði herinn á því að taka sér stöðu með Bedúínum sem reyndist olía á eld átakanna. Þá hafa hermenn tengdir sýrlenskum stjórnvöldum verið sakaðir um að hafa rænt Drúsum, tekið þá af lífi og borið eld að heimilum þeirra. Skriðdreki sýrlenska hersins sem fluttur var frá Sweida eftir að vopnahléssamkomulagið við Drúsa náðist. AP/Omar Sanadiki Á miðvikudag var búið að semja um vopnahlé milli Drúsa og stjórnvalda í Sýrlandi sem átti að gera Drúsum kleift að viðhalda öryggi í Sweida á meðan stjórnarherinn dró sig út úr héraðinu. Samkomulagið náði ekki til Bedúína og brutust átök þeirra við Drúsa út á ný. Sendu aftur herafla á svæðið Greint frá því í gær að sýrlensk stjórnvöld ætluðu aftur að senda herafla á svæðið til að reyna að binda enda á átökin sem tugþúsundir hafa flúið. Eftir það tilkynnti fulltrúi bandarískra stjórnvalda að samkomulag um vopnahlé hafi náðst milli Sýrlands og Ísraels. Tom Barrack, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands, segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlinum X að nýja vopnahléið milli Ísraels og Sýrlands nyti stuðnings Tyrklands, Jórdaníu og annarra nágrannalanda. Hann kallaði eftir því að Drúsar, Bedúínar og Súnnítar legðu niður vopn sín og tæku ásamt öðrum minnihlutahópum þátt í uppbyggingu nýs sameinaðs Sýrlands. Hann veitti ekki frekari upplýsingar um hvað meint samkomulag felur í sér. Bardagamenn Bedúína á pallbíl í þorpinu al-Dour í útjaðri borgarinnar Sweida á föstudag.AP/Ghaith Alsayed Árásir Ísraelshers í Sýrlandi til stuðnings Drúsa eru taldar vera ætlaðar sem viðvörun til Ahmad al-Sharaa, bráðabirgðaforseta Sýrlands, og til votts um áhyggjur stjórnvalda í Ísrael af áhrifum átakanna á öryggis- og innanríkismál sín. Ahmad al-Sharaa leiddi hóp íslamska uppreisnarmanna sem steyptu Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra landsins, af stóli en hefur síðan talað fyrir samvinnu ólíkra hópa í Sýrlandi og betri tengslum við Vesturlönd. Reglulega lent í átökum Drúsar tilheyra trúarsamfélagi sem er afsprengi Ísmaelisma, greinar innan sjíta-íslams. AP-fréttaveitan greinir frá því að um það bil eina milljón Drúsa sé að finna um allan heim og meira en helmingur þeirra sé í Sýrlandi. Flestir aðrir Drúsar búa í Líbanon og Ísrael, þar á meðal á Gólanhæðum, sem Ísrael hertók frá Sýrlandi í Miðausturlandastríðinu árið 1967 og innlimaði árið 1981. Drúsar eru í meirihluta í Sweida-héraðinu í Sýrlandi þar sem átökin brutust út en þar er einnig að finna Bedúínaættbálka sem eru súnní-múslimar og hafa reglulega lent í átökum við Drúsa í gegnum árin. Spennan milli þeirra stigmagnaðist síðast þegar meðlimir Bedúínaættbálks í Sweida settu upp eftirlitsstöð, réðust á Drúsamann og rændu hann. Leiddi þetta af sér röð gagnkvæmra árása og mannrána.
Sýrland Ísrael Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira