Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 15:09 Hrefna Hrund Eronsdóttir vill svör á því hvernig stendur því að henni og sytskinunum hennar hafi ekki verið tilkynnt um andlát föður hennar. Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. „Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu. Fjölskyldumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara áfall fyrir okkur öll systkinin. Þetta er bara alveg svakalegt áfall að hafa ekki verið látin vita og fengið að kveðja hann. Alveg sama hvað gengur á, þá er hann alltaf pabbi okkar,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu. „Við áttum erfiða æsku hjá foreldrum okkar, en við eigum líka alveg fullt af fallegum minningum af föður okkar.“ Fyrir nokkrum árum fékk faðir hennar, Karl Eron Sigurðsson, hjartaáfall. Að sögn Hrefnu hafði hann verið erfiður við þau börnin eftir það. „Eftir það hafði hann verið bitur, reiður og með ranghugmyndir. Hann einhvern veginn réðst svolítið á okkur,“ segir Hrefna, Reyndu að eiga í sambandi Í dánartilkynningunni kom fram að útförin hefði farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Einungis eitt nafn var skrifað við tilkynninguna, nafn ekkju hans. Hrefna segir að ekkjan, sem var ekki barnsmóðir hans, hafi haldið honum frá börnunum hans. Þau hafi til að mynda ekki verið látin vita af hjartaáfallinu þegar það átti sér stað, heldur frétt af því af Facebook-síðu vinar föður síns. Hrefna segir að hún hafi enn átt í ágætissambandi við föður sinn. Hún hafi hringt í hann fyrir um mánuði síðar og átt gott samtal við hann. Þá hafi konan hans ekki verið heima. Örfáum dögum seinna hafi Hrefna hringt aftur með það í huga að koma í heimsókn og þá hafi hann sagst ekkert viljað með þau hafa. DV fjallaði um málið fyrr í dag. Hún minnist á að í athugasemdakerfinu hafi einhverjir talað um að hún og fjölskyldan hafi líklega ekki viljað eða reynt að vera í sambandi við föðurinn. Hún segir að það sé alrangt. „Það hefur aldrei verið þannig.“ Sérstaklega erfitt að segja bróðurnum Eitt systkinanna er fatlaður maður sem var mjög náinn föður sínum að sögn Hrefnu. „Þetta er náttúrulega erfitt fyrir okkur öll, en það er sérstaklega erfitt að þurfa að segja honum að það sé búið að jarðsetja föður hans og að hann fái ekki að kveðja hann.“ Vilja svör Hrefna segir þau nú vilja fá upplýsingar um heilsufar föðurins. Þau vilji til að mynda vita hvort hann hafi verið orðinn heilabilaður. Þá furðar hún sig á því að þau hafi ekki fengið tilkynningu inn á Island.is. „Þar er engin tilkynning um að hann sé látinn. Við erum lögerfingjar. Ég get ekki trúað því að það sé löglegt.“ Þau stefna því líka að því að funda með sýslumanni um málið. Þau vilja vita hvernig stendur á því að þau hafi ekki verið látin vita af andlátinu.
Fjölskyldumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira