Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 13:50 Maðurinn ók um Hafnarfjörð, næstum því þveran og endilangann. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“