Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 06:53 Snoop Dogg sést hér í nýrri keppnistreyju Swansea City. @snoopdogg Þeir sem voru að pæla í því hvað væri í gangi þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg frumsýndi nýjan búning Swansea City á dögunum hafa nú fengið svarið við því. Snoop Dogg var í gær opinberaður sem nýr meðeigandi í velska félaginu. Snoop Dogg becomes the latest high-profile name to invest in Swansea City, joining the U.S.-led group that added Luka Modrić in April 🌟 @FabrizioRomano pic.twitter.com/nVZAcEPc3d— OneFootball (@OneFootball) July 17, 2025 Það kemur ekki fram í tilkynningunni hversu mikinn hlut eða hversu mikið Snoop Dogg borgaði fyrir sinn hlut aðeins að hann sé nú kominn inn í eigendahópinn. Króatíska goðsögnin Luka Modric er líka nýkominn inn í eigandahópinn. „Það þekkja allir ást mína á fótbolta og það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að komast inn í eigendahóp Swansea City,“ sagði Snoop Dogg í tilkynningu. „Saga félagsins og svæðisins snerti taug hjá mér. Þetta er stolt verkamannaborg og félagið er það líka. Þetta er undirhundur sem bítur frá sér alveg eins og ég,“ sagði Snoop Snoop Dogg er með meira en 88 milljón fylgjendur á Instagram og tók eins og áður sagði þátt í að kynna nýja treyju félagsins um síðustu helgi. Hann skaut þá líka létt á Hollywood leikarann Ryan Reynolds sem er eigandi hjá öðru velsku félagi, Wrexham. Swansea City varð í ellefta sæti í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð og var nokkuð frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Félagið lék síðast í úrvalsdeildinni á 2017-18 tímabilinu en nokkrum árum fyrr var Gylfi Þór Sigurðsson í aðalhlutverki hjá liðunu. View this post on Instagram A post shared by Swansea City AFC (@swansofficial) Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Snoop Dogg var í gær opinberaður sem nýr meðeigandi í velska félaginu. Snoop Dogg becomes the latest high-profile name to invest in Swansea City, joining the U.S.-led group that added Luka Modrić in April 🌟 @FabrizioRomano pic.twitter.com/nVZAcEPc3d— OneFootball (@OneFootball) July 17, 2025 Það kemur ekki fram í tilkynningunni hversu mikinn hlut eða hversu mikið Snoop Dogg borgaði fyrir sinn hlut aðeins að hann sé nú kominn inn í eigendahópinn. Króatíska goðsögnin Luka Modric er líka nýkominn inn í eigandahópinn. „Það þekkja allir ást mína á fótbolta og það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að komast inn í eigendahóp Swansea City,“ sagði Snoop Dogg í tilkynningu. „Saga félagsins og svæðisins snerti taug hjá mér. Þetta er stolt verkamannaborg og félagið er það líka. Þetta er undirhundur sem bítur frá sér alveg eins og ég,“ sagði Snoop Snoop Dogg er með meira en 88 milljón fylgjendur á Instagram og tók eins og áður sagði þátt í að kynna nýja treyju félagsins um síðustu helgi. Hann skaut þá líka létt á Hollywood leikarann Ryan Reynolds sem er eigandi hjá öðru velsku félagi, Wrexham. Swansea City varð í ellefta sæti í ensku b-deildinni á síðustu leiktíð og var nokkuð frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Félagið lék síðast í úrvalsdeildinni á 2017-18 tímabilinu en nokkrum árum fyrr var Gylfi Þór Sigurðsson í aðalhlutverki hjá liðunu. View this post on Instagram A post shared by Swansea City AFC (@swansofficial)
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira