Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Agnar Már Másson skrifar 14. júlí 2025 23:38 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin. Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, yrði tafarlaust aftur beitt skapaðist sú staða sem kom upp í umræðunni um veiðigjöld. Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá. „Hvers vegna er það svo að meginreglan er sú að á fjögurra ára fresti getum við skipt um valdhafa án þess að þurfa að draga þá undir húsvegg og skjóta þá eins og er í mörgum löndum þar sem í rauninni ríkir algjört kaos? Er það þangað sem hæstvirtur minnihlutinn vill draga Alþingi Íslendinga? Er það í stjórnleysi, kaos og lítilsvirðingu við þingræðið og lýðræðið í landinu?“ sagði Inga í síðustu viku. Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi. „Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi. Sigmundur Davíð greip inn í. „Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“ Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar. „En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira